Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 32

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 32
Einar Falur Ingólfsson í HVÍTÁRNESI Máninn er bfldekk í skafrenningi. Nokkurskonar sjónvarpsblámi í annars myrkvaðri stofu; einhver í grennd sem bryður klaka. Annars enginn nema þögnin. í nóttinni standa tvö hús flöt, rétt fyrir ofan spegilgler vatnsins sem ekkert brýtur utan stöku jaki. Heimur án tíma. I öðru húsinu nokkrir hestar: einn skjótur, annar leirljós og hinir flestir rauðir, en í myrkrinu eru þeir allir eins. Hinum megin er engin hreyfrng. Svo opnast dyrnar, hespaðar að innan, og hún kemur inn. Varlega. Haflar aftur; lokar svalt hálendið úti. Þó snöggur gustur um herbergin tvö, upp stigann brakar í einni tröppu, einn hring og út. Hún lítur í fremra herbergið: klætt viði, máninn sýnir skuggamyndir af ókennilegum hlutum á borði við gluggann. Gamall í fleti við dyrnar, margsetin gæra milli axla og mjaðma; andar ójafnt og ört, eins og hafi ekkcrt lært á sjötíu árum. Enn er klaki bruddur. Annars þögnin og lágt uml í kamínunni. I koju á móti er pilturinn, renglulegur nýliði í sveit hálendismanna. Fölleitur og á stokknum liggja gleraugun kámug eftir sjöfjallaferð. Grunar hljóð, laumar vökuþreyttum augum að dýpinu milli dyrakarmanna: Þau lenda á svörtum veggnum handan. Allt kyrrt. Þá fer hún, opnar eldhólfið og blæs í; erfítt fyrir einhentan að spenna hlemminn en hún er sterk og hitinn skríður niður á gólf, inn í herbergin. Hún tyllir sér og andvarpar. Tíminn er löngu horíinn og augun mött af sorg og andvökum; bið eftir engu. Skyndilega ríður vindurinn í hlað með sex til reiðar. Gamall maður rís upp og gjóir sjónum út í sortann sem einhver rúllar upp við sjóndeild. Enginn sjáanlegur. Hún fer varlega út og dyrnar lokast með lágum smelli. Þeir horfast í augu í grárri skimunni. Dögunin er viðkvæm eins og döpur kona, tími til að fara. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.