Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 55

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 55
í ljósi samtímans. Endurvinnslan felst í því að sótt er í lágmenninguna, og "ruslið" er sett í nýtt samhengi og lyft upp úr láginni. Bókmenntaumræðan í sögu rithöfundarins beinist aðaliega að sögunni um Önnu Deisí og samþætting beggja sagnanna gerir að verkum að það er eins og verið sé að semja söguna um Önnu Deisí. Líkt og lesandi prófar rithöfundur hvort hegðun persónanna standist raunsæislegar kröfur. Hann setur upp leikþátt sem sýnir áþreifanlega hvernig lesendur lifa sig inn í söguhetjuna meðþví að prófa hvort þeir myndu haga sér eins við sömu aðstæður. I þessum "vísindalegu" innlifunartilraunum er komið aftan að lesandanum. Meðvitað lætur Auður söguhetjuna gera hluti sem eru á mörkum þess að teljast eðlileg hegðun. Sem dæmi má nefna að eyðslusemi Önnu Deisíar var að brjótast um í mér og því brá mér óneitanlega þegar rithöfundurinn fór að velta því fyrir sér nokkrum blaðsíðum síðar, hvort það gæti staðist að Anna Deisí, sem áður var bláfátæk, yrði skyndilega mjög laus á fé. SAMRÆÐA TVEGGJA SAGNA Ung, há, feig og Ijóshærð telst til metabókmennta, bókmennta sem fjalla um aðrar bókmenntir. Viðfangsefnið er víxlverkan bókmennta og daglegs lífs. Sögurnar tvær spegla hvor aðra og mynda heillega samræðu sem er einmitt einkenni margra annarra póstmódernískra bóka. Báðar ganga þær í hring. Leitin að Önnu Deisí er sjálfsleit og saga rithöfundarins byrjar á því að hann ákveður að skrifa rómantíska ástarsögu, þar sem söguhetjan giftist draumaprinsinum í sögulok, og endar á því að rithöfundurinn minnir lesandann á að hann hafi staðið við loforð sitt. Þrátt fyrir ólíka framsetningu er bókmenntaumræðan í báðum sögunum mjög samhljóma og finnst mér rödd rithöfundarins og sögumannsins í Önnu Deisí renna of mikið út í eitt. Það mætti jafnvel túlka sögu rithöfundarins sem bóklega kennslu og sögu Önnu Deisíar sem verklega, þar sem saga rithöfundarins 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.