Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 55

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 55
í ljósi samtímans. Endurvinnslan felst í því að sótt er í lágmenninguna, og "ruslið" er sett í nýtt samhengi og lyft upp úr láginni. Bókmenntaumræðan í sögu rithöfundarins beinist aðaliega að sögunni um Önnu Deisí og samþætting beggja sagnanna gerir að verkum að það er eins og verið sé að semja söguna um Önnu Deisí. Líkt og lesandi prófar rithöfundur hvort hegðun persónanna standist raunsæislegar kröfur. Hann setur upp leikþátt sem sýnir áþreifanlega hvernig lesendur lifa sig inn í söguhetjuna meðþví að prófa hvort þeir myndu haga sér eins við sömu aðstæður. I þessum "vísindalegu" innlifunartilraunum er komið aftan að lesandanum. Meðvitað lætur Auður söguhetjuna gera hluti sem eru á mörkum þess að teljast eðlileg hegðun. Sem dæmi má nefna að eyðslusemi Önnu Deisíar var að brjótast um í mér og því brá mér óneitanlega þegar rithöfundurinn fór að velta því fyrir sér nokkrum blaðsíðum síðar, hvort það gæti staðist að Anna Deisí, sem áður var bláfátæk, yrði skyndilega mjög laus á fé. SAMRÆÐA TVEGGJA SAGNA Ung, há, feig og Ijóshærð telst til metabókmennta, bókmennta sem fjalla um aðrar bókmenntir. Viðfangsefnið er víxlverkan bókmennta og daglegs lífs. Sögurnar tvær spegla hvor aðra og mynda heillega samræðu sem er einmitt einkenni margra annarra póstmódernískra bóka. Báðar ganga þær í hring. Leitin að Önnu Deisí er sjálfsleit og saga rithöfundarins byrjar á því að hann ákveður að skrifa rómantíska ástarsögu, þar sem söguhetjan giftist draumaprinsinum í sögulok, og endar á því að rithöfundurinn minnir lesandann á að hann hafi staðið við loforð sitt. Þrátt fyrir ólíka framsetningu er bókmenntaumræðan í báðum sögunum mjög samhljóma og finnst mér rödd rithöfundarins og sögumannsins í Önnu Deisí renna of mikið út í eitt. Það mætti jafnvel túlka sögu rithöfundarins sem bóklega kennslu og sögu Önnu Deisíar sem verklega, þar sem saga rithöfundarins 53

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.