Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 50

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 50
þýddar afþreyingarbókmenntir, uppáhaldslesefni bókmennta- þjóðarinnar. Stafsetningin á nafni Önnu Deisíar sýnir ennfremur hversu hallærislegur afraksturinn verður þegar heimur afþreyingarbókmennta er heimfærður upp á íslenskan veruleika og tungumál. Söguþráðurinn er "stórkostlegur". Anna Deisí Douglas er saklaus sveitastúlka nýflutt til Rómar. Lífið er henni erfitt, hún er munaðarlaus, peningalaus, atvinnulaus og mætti áfram telja. Hún fær boð um viðtal vegna vinnu og er varla mætt á staðinn þegar byggingin er sprengd í loft upp. Atvinnurekandinn nær þó að afhenda Önnu erfðaskrá, nisti, lista og peninga áður en hann deyr. Með handtöskuna úttroðna af seðlabúntum er henni bjargað úr byggingunni og þá hefst leitin að erfingjanum Desírée. Anna lendir í ótrúlegustu ævintýrum og verður fórnarlamb vondra manna. Frá Róm berst leikurinn til Jórdaníu og virðist vera úti um Önnu í eyðimörkinni. En viti menn, yndislegur maður, Kazak að nafni, bjargar Önnu úr lífsháskanum, hnúturinn leysist og hringurinn lokast. Þegar uppi er staðið eru Anna Deisí og Desirée ein og sama manneskjan og Anna Deisí þar með orðin forrík. Og ekki nóg með það, hún giftist draumaprinsinum Kazak: "Það bíður mín maður," segir Anna Deisí og roðnar við, "sem vill kvænast mér þrátt fyrir auðæfi mín." (bls. 222) Frásagnaraðferðin er ekki raunsæisleg heldur írónísk. Sögumaður gjörþekkir heim reyfaranna og vegna misræmis milli veruleika bókmenntanna og veruleika sögumanns skapast írónísk fjarlægð í stað innlifunar. Hann beitir klisjukenndu tungumáli ástarsagna á meðvitaðan hátt: "og nú sér hann að stúlkan sem hann hefur bjargað er jafnvel enn fegurri en honum hafði sýnst í ljósaspili loganna. Hann sér líka blóðblettina á dragtarjakkanum og að sprungan í loftinu fikrar sig nær. Hann lyftir máttlausum stúlkulíkamanum upp á öxl sér, rennir handleggnum í gegnum hald handtöskunnar, grípur um 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.