Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 10

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 10
stundum að bregða upp ágætis mynd af henni. En Kjartan gerir sig of oft sekan um skoðanaleysi, sem er agaleg synd. Það virðist sama hversu lélegar bækur pilturinn fær í hendur, aldrei hvessir hann stílinn og skammast. Eins þegar hann tekur fyrir bækur sem þekkja ekki meðalmennsku, jafnvel þær hleypa ekki lífi í átakanlegt blóðleysi stflsins. "Við lífsins bláa haf' nefnist dómur hans um fimmtu ljóðabók Kristjáns Hreinssonar, Vogrek 5. Vogrek er að hluta til í hefðbundna forminu og gefur það Kjartani tilefni til að byrja á spjalli um "form hlutanna". Það er svo sem allt í lagi, nema að spjallið nær yfir helminginn af dómnum! Þessi aðferð minnir á það þegar Árni Bergmann hefur greinilega ekki haft tíma til þess að kafa ofan í bók, það er prjónað eitthvað meiningarlaust spjall fyrir framan dóminn, hann verður varla meira en stutt ljóð, dæmi, og vingjarnlegt klapp. Ekki veit ég hvort tímaleysið hefur hrjáð Kj artan í þessu tilviki, en dómurinn er slæmur og segir afskaplega fátt um bókina. Það er minnst á einhæfni í rímfléttum; engin dæmi tekin. Síðan heldur hann áfram: Einu tilraunir Kristjáns til að brjóta þetta munstur eru í kvæðunum Islandsmet í 100 metra skuggasundi og Við sjónvarpið. Einnig mætti nefna þetta ágæta kvæði Vogrek sem bókin dregur nafn af og stendur fremst og aftast í henni: Á rifi niðrí ijöru var stór og mikill steinn sem straumar hafsins færðu oft í kaf. Mér fannst hann líkjast manni því alltaf stóð hann einn í öldunum við Kfsins bláa haf. Ekki þarf nú burðug kvæði til að kallast ágæt hjá Kjartani. Vogrek er fimmta ljóðabók Kristjáns og ég leyfi mér að fullyrða, og það án allra raka, að bókin er verulega slæm. Eins og reyndar hinar fjórar. Þessvegna eru þetta afstöðuleysi og vettlingartök Kjartans óskiljanleg. Hér var komið tilefni til jarðarfarar; líkið í kistunni og söfnuðurinn fyllti kirkjuna. En presturinn misskildi alltsaman, jós líkið vatni og skírði það. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.