Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 32

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 32
Einar Falur Ingólfsson í HVÍTÁRNESI Máninn er bfldekk í skafrenningi. Nokkurskonar sjónvarpsblámi í annars myrkvaðri stofu; einhver í grennd sem bryður klaka. Annars enginn nema þögnin. í nóttinni standa tvö hús flöt, rétt fyrir ofan spegilgler vatnsins sem ekkert brýtur utan stöku jaki. Heimur án tíma. I öðru húsinu nokkrir hestar: einn skjótur, annar leirljós og hinir flestir rauðir, en í myrkrinu eru þeir allir eins. Hinum megin er engin hreyfrng. Svo opnast dyrnar, hespaðar að innan, og hún kemur inn. Varlega. Haflar aftur; lokar svalt hálendið úti. Þó snöggur gustur um herbergin tvö, upp stigann brakar í einni tröppu, einn hring og út. Hún lítur í fremra herbergið: klætt viði, máninn sýnir skuggamyndir af ókennilegum hlutum á borði við gluggann. Gamall í fleti við dyrnar, margsetin gæra milli axla og mjaðma; andar ójafnt og ört, eins og hafi ekkcrt lært á sjötíu árum. Enn er klaki bruddur. Annars þögnin og lágt uml í kamínunni. I koju á móti er pilturinn, renglulegur nýliði í sveit hálendismanna. Fölleitur og á stokknum liggja gleraugun kámug eftir sjöfjallaferð. Grunar hljóð, laumar vökuþreyttum augum að dýpinu milli dyrakarmanna: Þau lenda á svörtum veggnum handan. Allt kyrrt. Þá fer hún, opnar eldhólfið og blæs í; erfítt fyrir einhentan að spenna hlemminn en hún er sterk og hitinn skríður niður á gólf, inn í herbergin. Hún tyllir sér og andvarpar. Tíminn er löngu horíinn og augun mött af sorg og andvökum; bið eftir engu. Skyndilega ríður vindurinn í hlað með sex til reiðar. Gamall maður rís upp og gjóir sjónum út í sortann sem einhver rúllar upp við sjóndeild. Enginn sjáanlegur. Hún fer varlega út og dyrnar lokast með lágum smelli. Þeir horfast í augu í grárri skimunni. Dögunin er viðkvæm eins og döpur kona, tími til að fara. 30

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.