Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 6

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 6
þrjú Ferill ritdómara er yfirleitt stuttur og vaxinn þyrnum. Alltaf eru einhverjir menn út í bæ reiðubúnir að sparka í hann. Það er hvískrað um klíkuskap; skáldið var með honum í menntaskóla. Nú, ef skáldið er kvenkyns og rýnirinn karl, þá getur neikvæður dómur þýtt, ég segi ekki karlrembu, heldur fremur blindu ritdómarans á kvenlega næmni og reynsluheim. Það er margt að varast í þessu starfi og mörg er kvölin. En ástæðulaust er að slá af kröfunum út af tómri manngæsku; manngæska kemur þessu máli ekkert við. Sá einstaklingur sem ræðst í það að skrifa ritdóma tekur um leið á sig ýmsar skyldur, dómarnir eru ekki einkamál hans heldur mál allra lesenda. Þegar ritdómarinn skrifar undir samninginn skrifar hann um leið undir þær kvaðir sem ég hef rakið hér á undan. Og þá er best að gera hlé á ræðuhöldunum og snúa sér að bláköldum staðreyndum; hvernig standa íslenskir blaðagagnrýnendur sig? fjögur Þegar orðið menning er nefnt, þá stökkva menn varla á fætur og garga "DV". Þrátt fýrir Menningaverðlaun get ég ómögulega tengt orðið "menning" við blaðið. DV sýnir henni áhuga svona tvisvar á ári, og þá stutt í einu. En af einhverjum dularfullum orsökum hafa þeir oft getað hampað frambærilegum ritdómurum. Einn þeirra er Örn Ólafsson. Ekki veit ég úr hvaða búningsherbergi Örn kom, en hann var mættur á ritvöllinn sem bókmenntagagnrýnandi upp úr 1984. Örn er yfirleitt óhræddur við að taka afstöðu, hrópa skáld niður eða skreyta með húrrahrópum. Oftast byrjar hann dóminn með stuttum formála, spjalli um bókina og höfundinn. Síðan birtir hann eitt til tvö ljóð, greinir þau, togar og teygir. Ef pláss er birtir harrn eitt ljóð í lokin sem sýnishorn. Ég verð að viðurkenna að mér finnst dulítið undarlegt að maðurinn þurfi að ríghalda í þessa vinnuaðferð. Jú, að vísu gengur hún stundum upp, en það hlýtur að teljast vafasamt að beita þessari aðferð oft í þeirri umgjörð 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.