Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 9

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 9
Hérna fer Örn á kostum. Mér er það til efs að hann hafi skrifað jafn vel orðaðan dóm. Og stuttu síðar klykkir hann út með að "innihald þessarar bókar [sé] texti á við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins". Það er, blaðagrein en ekki ljóð. En svona sterk afstaða er ekkert einsdæmi hjá Erni. Yfirskriftin á dómi hans um bók Stefáns Snævars, Hraðar en Ijóðið, er "Flogið frá skáldskapnum" 4: Oft kemur það sjónarmið fram að ritdómarar eigi ekki að skrifa um bækur sem þeim fmnist verulega misheppnaðar, "þær geymi þögnin best". Sjálfsagt á það stundum við, en ekki hér, þegar um er að ræða fjórðu ljóðabók höfundar sem notið hefur verulegrar viðurkenningar, m.a. í hópi skálda. Enda minnir mig að næstu bækur hans á undan þessari væru miklu betri... Það er rétt munað hjá Erni að fyrri bækur Stefáns eru betri, sumar þeirra jafnvel ansi góðar. En aðalatriðið í klausunni er að þar er minnst á algengt og hvimleitt sjónarmið; að ekki eigi að skrifa um vondar bækur. Náskyld þessu er sú stefna að skrifa ekki beint illa um neina bók. Jú sjálfsagt að skammast eitthvað, en til mótvægis er bent á það sem gott er. Jafnvel þó hið góða nái varla miðlungs gæðum. Afleiðingin er meðal annars sú, að ungt fólk með skáldadrauma gefur út bækur, fær föðurlegt klapp og virðist þá engu gilda hvort höfundurinn teljist tvímælalaust efnilegt skáld eða hann sé það sneyddur slíkum hæfileikum að helst ætti hann að höggva af sér báðar hendur til að forða ljóðinu frá skemmdum. Fyrir tveimur árum dró úr skrifum Arnar og nýr ritdómari tók við af honum, Kjartan Arnason. Kjartan hefur gefið út ljóðabók og smásagnasafn, maðurinn er skáld. Það er sjálfsagt að krefjast þess að þeir sem eru vanir að glíma við tungumálið og búa til myndir úr því, skrifi betri stíl en aðrir. En því miður er það ekki svo með Kjartan. Dómar hans eru sjaldan beinlínis illa skrifaðir, en þeir eru aldrei vel skrifaðir. Yfirleitt skiptir hann dómunum niður í tvo til þrjá kafla, rekur sig eftir bókinni, tekur dæmi. Hann virkar yfirvegaður og tekst 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.