Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 15

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 15
víðsfjarri. Afleiðingin af öllu þessu er þreytulegur og stundum klisjukenndur stíll. Lítum til dæmis á skrif hans um bók Hrafns Jökulssonar, Síðustu Ijóð: Ljóð Hrafns eru viðbrögð við því sem umlykur hann og sem slík nokkuð ungæðisleg og dómhörð. Þau eru ekki laus við sjálfumgleði og drýldni, hvort tveggja þjóðleg einkenni. Hrafn ber sig mannalega, en undir niðri eru tilfinningar sem valda því að stundum er tekist á við dýpri rök tilverunnar af einlægni. 12 Og undir lok dómsins tekst Jóhanni að keyra útaf með setningunni: "Síðustu ljóð eru vonandi ekki síðustu ljóð Hrafns." Mér finnst ég hreinlega heyra hlátur skáldsins yfir þessum orðum. Eins og ég gat um hér á undan er lenska meðal ritdómara að taka helst enga afstöðu til fyrstu bókar höfunda. Jóhann er engin undantekning. 1988 gefur Ari Gísli Bragason út bókina Orð þagnarinnar. Hófsemi, sem er hættulega skyld áhugaleysi, einkennir stuttan dóm hans um bókina. 13 Af gömlum vana segir Jóhann fátt um gæðin, almenn orð um yrkisefni, birtir eitt ljóð og síðan niðurlag: Ari Gísli lætur sér nægja veröld ákveðinna tilfínninga, hefur líka tímann fyrir sér að gh'ma við önnur yrkisefni, takast á við flóknari heimsmynd. Það er þó nokkur ákvörðun að segja skilið við hversdagsleikann og leiða sjálfan sig á á vit drauma eins og segir í Núna. Þetta tekst skáldum vissulega misjafnlega. Þótt ýmislegt megi finna að þessari frumraun Ara Gísla Bragasonar, orðavali og efnistökum... Hér ætti Jóhann að birta dæmi, sem hann gerir ekki. Hvað á það að þýða að slá svona löguðu fram án þess að rökstyðja mál sitt? Það sem Jóhann telur galla geta aðrir talið kost. En dómurinn er ekki búinn: ...er bók hans skemmtilegur vitnisburður um þankagang ungs fólks. Hún er til marks um ljóðaáhuga sem nauðsynlegt er að hlúa að.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.