Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 19
Skáldið lætur of margt flakka, orðin týna spengikraftinum og
verða ekki áhrifameiri þótt þau séu skrifuð hástöfum eða bætt
aftan við þau upphrópunarmerki. Hér gildir það sama og oft
áður: Það er jafnmikil list að strika út orð eins og að skrifa það.
Hér gildir það sama og áður; það er lítill vandi að skammast, en
meiri vandi að rökstyðja skammirnar. Þessi dómur er ótrúlega
geðvonskulegur og það er engu líkara en að Ingi Bogi hafi
ákveðið að veita skapi sínum út í ritdóminn frekar en að sparka
í stól eða eitthvað þessháttar.
Ingi Bogi ber greinilega virðingu fyrir þeim "gömlu" í stéttinni:
Uppbygging dómanna er hefðbundin, stfllinn oft eins og honum
leiðist þetta óskaplega. Og svo hefur hann tekið upp á þeim
hvimleiða ósið að taka ívo eða fleiri höfunda fyrir í sama
dómnum. Það virðist þó sem hann skammist sín hálfpartinn fyrir
þessa ódýru aðferð:
Tvær ólíkar ljóðabækur eftir tvo ólíka höfunda en að efni til slá
þær nógu marga sameiginlega hljóma til þess að freistandi sé að
rýna í þær samtímis. 12
Ósköp er þetta máttlítil byrjun á ritdómi og ósköp er þetta döpur
afsökun. Eg virði þó samviskubit hans.
Ég ætla nú ekki að hafa mikið fleiri orð um Inga Boga
Bogason; ferillinn enda stuttur og maðurinn á kannski eftir að
bæta sig. En ég fer kurteisislega framá það að hann reyni að blása
lífi í stíl sinn; eins og ég hef sagt þá er svo fjandi leiðinlegt að lesa
litlausa ritdóma.
sex
Dagblaðið Tíminn fullyrðir að það hafi boðað frjálslyndi og
framfarir í sjö tugi ára. Ekki ætla ég að dæma um sannleiksgildi
þessara orða. Hins vegar fullyrði ég að helsti ritdómari Tímans
undanfarin ár, Eysteinn Sigurðsson, sé ekki maður framfara og
frjálslyndis hvað varðar ljóðagerð landsmanna. Hann virðist helst
vilja spóla minnst fimmtíu ár aftur í tímann og nema staðar í ríki
gullna tríósins; stuðuls, höfuðstafs og ríms.
17