Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 25

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 25
einlægni að hugsa sig vel um ef harni ætlar að halda áfram að skrifa ritdóma. Það getur enginn mótmælt því að Árni Bergmann er snjall penni. Og það getur heldur enginn neitað því að Þjóðviljinn væri ennþá mjóslegnari ef Árna nyti ekki við. Einu sinni heyrði ég Hrafn Jökulsson, skáld og blaðamann, skilgreina hann sem "manninn sem skrifi Þjóðviljann." Ekki fjarri sanni. Ég verð þó að viðurkenna að stundum finnast mér vera þreytumerki á skrifum Árna, verð hálf vondur út í hann; illa farið með góðan penna. Hann er eins og atvinnumaður í fótbolta sem virðist vera að missa ástríðuna. Er að vísu fjandi góður, fastamaður í landsliðinu, en gæti verið betri. En Þjóðviljinn er blankur og hefur ekki efni á að ráða sæmilega penna og þess vegna þarf Árni stundum að skrifa blaðið. Þetta kemur vel í ljós þegar jólin nálgast; Heims um ból kaupmanna og bókamanna. Þá er bókablað í Þjóðviljanum þar sem brosmildur Árni er með á annan tug dóma. Undarleg afköst, hugsar maður. Árni er meðvitaður um óréttlæti heimsins og finnst að skáldin eigi að vera það líka. Ádeiluskáld, takk fyrir. Þess vegna kætist hann þegar einhver skammast yfir vonsku mannanna. Stefán Hörður til dæmis: Um hvað yrkir Stefán Hörður? ÖIl svör við slíkri spurningu verða klaufaleg. En það er rétt að geta þess að stundum er hann í ádrepuham. Og þá er hann mest að hugsa um manninn sem frekan og sídritandi gauksunga í hreiðri lífsins. 29 Þetta er nú ansi vel orðað, eins og dómurinn í heild sinni. Ekki við öðru að búast þegar Árni er annars vegar. Það er hins vegar galli að mesta plássið fer í að rýna í ádeiluljóðin, galli því þau eru ekki stærsti hlutinn. Árni bendir sjálfur á að: "Þessi bók geymir prýðileg ástarljóð", en af einhverjum ástæðum þykir honum óþarfi að tala um þau og birta sýnishorn. Árni blindast stundum; honum hættir til að taka boðskap fram yfir innihald. Á móti vegur að maðurinn er gagnrýninn, er ekkert að klappa menn upp ef þeim mistekst. Og þá skiptir engu hvort þeir heita Stefán Hörður, 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.