Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 35

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 35
á tjaldið bróderar með lífs míns litum bróderar á tjaldið sem fellur fellur niður hægt. Autt svið Stúlkan: En ég sagði þér að mér væri sama um allar sannanir, fullgildar eða ekki. Ég er og verð eina vitnið. Ég ræð. Og ef þú hlustar ekki eins og ég vil ertu einfaldlega með mál sem þú verður aldrei sáttur við að verja þrátt fyrir að þú verðir að gera það. ... þú lofar að grípa ekki frammí fyrir mér ég þoli ekki frammígrip. Ég vil ekki að þú segir eitt aukatekið orð fyrr en ég kæri mig um sjálf, jafnvel þótt mér finnist að það sem ég segi skipti engu máli. Samþykkirðu þetta? Kona um sextugt, mjög húsmóðurlega klædd, með klút um höfuðið leggur á kaffiborð fyrir tvo. Hellir í bollana og sest niöur. Konan: Endilega fáðu þér smákökur líka... ég bakaði þær sjálf. Stúlkan: Þakka þér fyrir ... mjög góðar, eru þær síðan um jólin? Konan: Æjá, ég baka alltaf sömu tíu sortirnar, þær hafa nú alltaf klárast hjá mér eins og skot, en það hefur verið svo lítið um gesti hjá mér um þessi jól. Stúlkan: Nú... 33

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.