Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 38

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 38
- blackout - Stúlkan: Og þegar heim kemur finn ég að allt er öðruvísi. Að allt verður framvegis öðruvísi. Ég er ný. Vígð. Fullorðin. Og mín bíður eitthvað óvænt. Það verður bæði hlýtt og kalt einsog allt sem kemur að óvörum en menn vantar samt sem áður Nóttin kemur. Þau elskast. Tala mikið á meðan. Um stjörnur og ástina sem ekkert gefur nema sjálfa sig og ekkert þiggur nema sjálfa sig. Um ást eyðingarinnar. Um ást sína. Aðeins stundum gleyma þau að troða í gatið og augu mín smeygja sér í gegn. Sjá hið forboðna. Horfa á ástina verða að stjörnum í myrkrinu í gegnum skráargat. Þær nætur er pabbi gullrautt ljón sem engu eirir og Þórhildur fugl með brotinn væng. Og á eftir liggja þau svo saman ljónið og fuglinn í faðmlögum og hlæja. Ég er ein... (les)Þú ein veist og skilur hvers vegna ég er farin. Að ég hafi gefist upp. Að það hafi verið mín ástæða. Vertu svo upprétt manneskja í lífinu Isbjörg mín. Og hörð eins og við pabbi þinn höfum brýnt fyrir þér. ... Og þegar ég sest niður í frænkustólinn í stofunni. Kóngur í mínu ríki. Heyri ég fýrir mér raddir foreldra minna samhljóma. Einsog tónar fullkomins lags. Mér finnst lagið falskt. Ég sakna þeirra. Það er yfir mér kyrrð. Einhverskonar eilífðarþögn. Og einsog stef við söguna mína sem byrjaði þegar ég vissi að pabbi segði ekki eitt aukatekið orð framar hljómar nú framhald. Ég hverf. Ég sé. Skrifstofa - Maður situr við skrifborð. Pétur kemur inn og sest. Hann er þreytulegur. 36

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.