Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 43

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 43
það sem þau eiga að sjá. Og þau sjá það. Ég er falleg. ísbjörg. Sannkallað ljón. Og ég rym. Brosi. Það skín í tennurnar. Mér verður ekkert mein gert. Þú getur verið óhræddur. Ég fer héðan. Ég fer héðan þótt ég verði hér eftir. Hugsun mín fer héðan. Ryðst þangað sem hún ætlar sér. Og hún ætlar sér burt. Út. Hún ætlar sér að hverfa og koma ekki aftur þótt á hana verði kallað. Ég fer burt. Og nú kalla ég eftir minni hjálp. Blekkingunni sem hefur ekki brugðist hingað til. Og hún bregst mér ekki nú. Hún lykst um mig. Komdu til mín. Og hún kemur til mín stúlkan á ströndinni. Og hann kemur drengurinn hennar. Ég tek í hendur þeirra. Og þau leiða mig burt. Út. Og við göngum um eyjuna. Þrjú. Og það er sól eins og alltaf í hinum fullkomna flótta. Ég horfi á stúlkuna. Ég horfi á hana renna samanvið sjálfa mig. Og við erum tvö. Ég og drengurinn. Og við leiðumst. Hún hvarf inn í mig afþvíað hún var ég. Ég hún. Og hún fór afþvíað ég kom til að lifa. Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón. - Endir -

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.