Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 48

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 48
Inga Ósk Asgeirsdóttir Ung, há, feig og ljóshærð* "ÁRÁSARHEIMILDASKÁLDSÖGUR" OG PÓSTMÓDERNISMI Árið 1987 kom út hjá Forlaginu skáldsagan Ung, há, feig og ljóshærð. Um höfund hennar, Auði Haralds, talar Jóhanna Kristjónsdóttir sem "ærslabelg og hrekkjalóm meðal íslenskra rithöfunda." i FyrstabókAuðar,Hvunndagshetjan,komút 1979 og var mjög í anda nýraunsæis. Ung, há, feig og ljóshærð er áttunda bók hennar, og þar leitar Auður nýrra leiða án þess að svíkja lesendur sína um þá kaldhæðnislegu fyndni sem orðin var vörumerki hennar. Ein blaðakona var þó ekki sátt við fráhvarf höfundarins frá nýraunsæi og spurði Auði af hverju hún væri hætt að skrifa "árásarheimildarskáldsögur". 2 Við athugun á stöðu Ung, há feig og ljóshærð sem samtímaverks, skoðaði ég Hvunndagshetjuna og komst að því að hún hefur, líkt og önnur nýraunsæisverk, elst illa, og að Ung, há, feig og ljóshræð ber greinileg merki framþróunar. Hún er greinilega í takt við póstmódernískar hræringar í samtímanum; en sem dæmi um slík einkenni má nefna íróníu, mikla sjálfsvitund, úrvinnslu hefðar, stílblöndun og ofhleðslu. HÁMENNING OG LÁGMENNING í Ung, há, feig og ljóshærð vinnur Auður með form afþreyingarmenningar og gengur aðallega út frá formúlukenndum ástar- og glæpareyfurum. * Þessi ritgerð varskrifuð ínámskeiðinu "Samtímabókmenntir", sem AstráðurEysteinsson kenndi í Almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands haustið 1989. 46

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.