Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 49

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 49
Útlit bókarinnar vísar í þessa menningu. Hún er kilja og klisjukenndur undirtitillinn "Örlagaþrungin saga um ástir og ofbeldi" svo og úttekt á bakhlið fylgja lögmálum markaðshyggjunnar. Það sem aftur á móti gefur vísbendingu um að bókin sé á hærra plani en bækur Teresu Charles og félaga er titillinn, en hann ber merki íróníu og ofhleðslu, svo og ímynd höfundarins en Auður Haralds hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir rómantík og vellugang. ANNA DEISÍ OG SKAPARIHENNAR í bókinni segir tveimur sögum. Annars vegar er saga af rithöfundi í Róm sem er að semja ástarreyfara og hins vegar er saga Önnu Deisíar, saklausu sveitastúlkunnar í stórborginni. Það vill svo skemmtilega til að sagan um Önnu Deisí er einmitt sagan sem rithöfundurinn í hinni sögunni er að skrifa. Sögurnar tvær eru skýrt aðgreindar. Saga rithöfundarins er skáletruð en saga Önnu Deisíar prentuð með venjulegu letri.3 Sögurnar haldast í hendur. Saga rithöfundarins myndar formála og eftirmála en innan bókarinnar hefst svo sérhver hinna 23 kafla á sögunni um Önnu Deisí og endar á sögu rithöfundarins. Lesandinn ræður því svo hvernig hann les bókina, sem eina heild eða sem tvær aðskildar sögur. ENN EIN ÖSKUBUSKAN Sagan um Önnu Deisí er sögð í 3. persónu og er sett saman úr kunnuglegum klisjum sem vísa inn á við í heim afþreyingarmenningarinnar. Lögð er megináhersla á að atburðarásin standist, allir hlutir gangi upp innan sögunnar. Veruleikalíkingin sem sótt er til bókmenntanna gerir það að verkum að þótt stundum sé vísað til nútímalífs þá á sagan sér stað í hálfgerðu tíma-og staðleysi. Sögusviðin eru Róm og Jórdanía og nöfn persónanna erlend. Framandleiki sögusviða vísar í 47

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.