Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 69

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 69
Kristján B. Jónasson "Á mér þá alltaf að Iíða illa?" - Þarsem djöflaeyjan rís og endalok nýraunsceis. INNGANGUR Þær breytingar sem urðu á íslenskri skáldsagnagerð í upphafi síðasta áratugar eru ákaflega mikilvægar fyrir þróun þessarar bókmenntategundar á undanförnum árum. Þannig hefur meirihluti skáldsagna sem komið hafa út frá og með árinu 1984 byggt fagurfræði sína að einhverju leyti á þessum umskiptum og mynda verkin heild sem greinir sig skýrt frá nýraunsæum verkum áratugarins á undan. Segja má að breytingarnar fari af stað um 1980 og séu að mestu gengnar um garð 1984 en eftir bókavertíðina það ár hafa táknsæu i verkin verið að heita má einráð á markaðnum. Á þessu tímabili tekur táknsæið á sig viss einkenni sem gera aðgreiningu þess frá nýraunsæinu mögulega en lítið hefur þó verið kannað hvort þau einkenni sem talin eru lýsandi fyrir táknsæið séu í raun aðgreinandi þættir. Einkennanna má sjá stað í umfjöllun gagnrýnenda um leið og fyrstu nýraunsæu verkin sem eitthvað kveður að eru komin út og má heita að þau myndi lykilorðin í allri umfjöllun um bókmenntir níunda áratugarins síðan. Viðfangsefni þessarar greinar er fyrst og fremst að velta því fyrir sér hvað gerir aðgreiningu nýraunsæis og táknsæis mögulega og þá í framhaldi af því að athuga hvaða jarðvegur var táknsæinu búinn. Ljóst er að táknsæu skáldsögunum voru ætluð viss einkenni en þau eru hins vegar oft á tíðum ónothæf í greiningu á þessum verkum því það skortir 67

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.