Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 71
smáfugla eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson sé helsti
bókmenntaviðburður ársins og svo er einnig um Gunnlaug. Það
verk, segir Gunnlaugur að:"... verði hreinlega ekki mælt á sömu
mælistiku og önnur verk sem hér hafa séð dagsins ljós í seinni tíð
..." en þó sýnist honum að fantasían og ímyndunaraflið sæki
almennt á. Verkin sem þeir félagar byggja athuganir sínar á eru
smásagnasafnið Tíu myndir úr Iífi þínu eftir Vigdísi
Grímsdóttur, sem Gunnlaugur hampar mjög, og svo þrjár
skáldsögur: Kyrr kjör eftir Þórarinn Eldjárn, Vængjasláttur í
þakrennum eftir Einar Má Guðmundsson og loks Djöflaeyjan.
Einkenni tveggja síðustu verkanna eru einkum tíunduð, enda
vöktu þær mikla athygli sökum þess að líkt og fyrri skáldsaga
Einars Más Guðmundssonar, Riddarar hringstigans, kynntu
þær til sögunnar nýja gerð Reykjavíkursagna. Þessar nýju
Reykjavíkursögur greina sig nokkuð skýrt frá þeim skáldsögum
nýraunsæisins sem höfðu borgina að sögusviði, einkum vegna
þess að þær eru ekki samtímasögur og fjalla frekar um ákveðin
hverfi í borginni en hana sem heild. Þessi hverfi fá mjög víðtæka
skírskotun sökum þess að frásagnarmátinn fylgir hvorki hefðum
gamals raunsæis né nýs. Þannig má skilja sögurnar "víðtækari
skilningi enliggur íyfirborðinu" eins og Gunnlaugur segir, sökum
þess að tákn og tilvísanir spila stórt hlutverk í formgerð þeirra.
Imyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn og við það færast
"mörk veruleikans töluvert út frá því sem venjulegt má teljast..."
og frásögnin verður öllu líflegri en ella. Varðandi Djöflaeyjuna
bendir Heimir á tvö atriði sem bæði eru mjög mikilvæg í þessu
sambandi. Annars vegar lokaðan söguheim verksins
("braggahverfið ... hefur tiltölulega lítið samband við aðra hluta
borgarinnar.") og hins vegar tengslin við Gabriel García
Márques. Þau tengsl markast ekki aðeins af viðtökum höfunda á
suðuramerísku töfraraunsæisverkunum og af einhvers konar
úfvinnslu þeirra á því sem þær höfðu fram að bjóða, heldur
viðtökum alls lesendasamfélagsins. Það er ljóst að þær
lofsamlegu viðtöku sem táknsæu skáldsögurnar fengu, má að
einhverju leyti skrifa á reikning þeirra Suður-Ameríkusagna sem
komið höfðu út í íslenskri þýðingu og áreiðanlegt er að plægðu
69