Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 72

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 72
akurinn fyrir þau íslensku skáldverk sem seinna komu út og byggðu á svipuðum forsendum. Þannig eru þau einkenni sem Heimir og Gunnlaugur sjá á þessum Reykjavíkursögum í stórum dráttum þau einkenni sem táknsæu verkunum hafa verið eignuð. Listinn má heita tæmandi nema hvað þeir minnast ekki á tvö atriði sem reyndar voru þegar komin inn í umræðuna í tengslum við ljóðgerð Einars Más Guðmundssonar og eru mjög einkennandi fyrir bókmenntir síðari ára. Það er í fyrsta lagi tengsl lág- og hámenningar og í öðru lagi samband lesandans við skáldverkið, en afleiðing þessara tveggja þátta er markaðsaðlögun skáldsögunnar, trúin á að hægt sé að skrifa metsölubækur sem jafnframt eru krefjandi listaverk. (Ó)SIGUR (NÝ)RAUNSÆISINS Erfiðleikarnir sem rísa þegar nota á þessa þætti til greiningar á sérstöðu verkanna felast einkum í hve fræðilega ónákvæmir þeir eru og að þeir skýra í sjálfu sér ekki ástæðurnar fyrir því af hverju táknsæu verkin eru ólík þeim nýraunsæu. Það hlýtur að vera markmið greiningar sem snýst um mun á tveimur bókmenntastefnum að varpa ljósi á ástæður þróunarinnar. í þessu sambandi hlýtur að skipta máli af hverju áhugi höfunda á félgslegum vandamál þvarr og þeir fóru inn á þá braut sem framantaldir þættir marka. Sé ekki reynt að svara þessum spurningum nemur greiningin staðar við yfirborðslega upptalningu á fáeinum þáttum sem reyndar geta átt við næstum hvaða bókmenntaverk sem er. Það gæti því orðið örðugt að gera grein fyrir því af hverju ekki mætti telja til dæmis skáldsögur Gunnars Gunnarssonar til bókmennta níunda áratugarins samkvæmt framantöldum atriðum. Er Aðventa ekki verk sem skilja má víðtækari skilningi en liggur í augum uppi sökum þeirra tákna og tilvísana sem finna má í textanum? Eða er hægt að greina hana á annan hátt frá Djöflaeyjunni eða Vængjaslætti í þakrennum? Fæst þá fyrst svarið við þessum spurningum að sjónarhornið sé fært frá hinum almennu einkennum til atriða sem að vísu eru einnig mjög almenn, en eru engu að síður betur 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.