Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 81

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 81
hluta verksins mundi því fremur fara fram á sviði nafnhverfs merkingarauka en myndhverfs. Samband andstæðna og vensl þeirra innan formgerðarinnar hljóta að styðja sig við Gulleyjuna sem framhald atburða þar sem hún einkennist mjög af táknsærri skýrskotun. Samt mundi slíkur lesháttur ekki sýna fram á að staða Djöflaeyjunnar innan bókmenntakerfisins væri á nokkurn hátt nýstárleg og þar með hin nýja fagurfræði ekki heldur. Ef eingöngu væri litið á Djöflaeyjuna sem verk er einkenndist af myndhverfu sambandi merkingarkjarna og merkingarauka væri hægt án nokkurra vandkvæða að flokka hana með raunsæum skáldsögum Halldórs Laxness, Indriða G. Þorsteinssonar, Gunnars Gunnarssonar og fleiri höfunda. Vafalaust er það að nokkru leyti rétt, en ljóst er engu að síður að Þar sem djöflaeyjan rís skipar sér ekki einfaldlega á bekk með hinu "hefðbundna raunsæi. Ástæðan er sú að tilvísandi (referent) hins nafnhverfa samhengis merkingarkjarna verksins er ekki "konkret" veruleiki heldur söguheimurinn í textanum sjálfum; það rými sem skapað er utan um persónur og atburði í verkinu. SÖGUHEIMURINN Eins og áður segir er samsömun lesandans við textann ófrávíkjanlega bundin nafnhverfum ási tungumálsins, en þar með er ekki sagt að veruleikablekkingin byggi ætíð á sama tilvísanda táknanna í textanum. í Einkamálum Stefaniu var reynt að samsama í skynjun lesandans veruleikann sem birtist í listaverkinu og veruleikann utan þess með því að endurskapa röklegt samhengi raunverunnar í verkinu. í grundvallaratriðum er farið eins að í Djöflaeyjunni, nema hvað ekki er reynt að endur skapa veruleikann heldur er þess freistað að skapa sjálfstæðan veruleika sem myndar röklegt samhengi innan verksins. Þessi veruleiki hefur hér verið nefndur söguheimur verksins og mætti skilgreina sem rými innan textans, afmarkað af honum sjálfum og slitið úr beinu samhengi við raunveruna. Veruleikinn er þar ekki framandgerður eða brotinn upp sem merkingarbær heild, 79

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.