Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 6
Umhverfis- og byggingar- verkfræðideild Yfirlit ársins 2010 Dr. Sigurður Magnús Garðarsson prófessor og deildarforseti Sigurður Magnús Garðarsson lauk prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám við University of Washington og lauk þaðan meistaragráðu í byggingarverkfræði 1993, meistaragráðu í hagnýtri stærðfræði 1995 og doktorsprófi í straum- og vatnafræði 1997. Hann starfaði hjá WEST Consultants í Seattle 1997-2000, hjá Verkfræöistofu Sigurðar Thoroddsen hf. 2000-2003, dósent 2003-2007 og prófessor frá 2007 við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands. Fjöldi nemenda í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild í BS námi er með allra mesta móti og fjölgað hefur umtalsvert í meistara- og doktorsnámi. Þetta er í takt við almenna fjölgun nemenda í Háskóla íslands síðan niðursveiflan í þjóðfélaginu hófst og fara þessir hópar nú að skila sér í útskrift í grunnnámi og þegar hafa nokkrir útskrifast úr meistaranámi. Samstarf deildarinnar við innlenda og erlenda aðila er mikið og eflir það gæði námsins og er ávinningur fyrir meistara- og doktorsverkefni ásamt því að skapa verðmætt tengslanet fyrir nemendur. Breytingar á námi deildarinnar Nokkrar breytingar urðu á námi í Umhverfis- og byggingarverkfræði sem tóku gildi haustmisserið 2010. Sett var á fót námskeiðið Starf og ábyrgð verkfræðinga sem kennt er á fyrsta misseri í BS námi. Námskeiðið er 6 ECTS einingar og tekur við af tveimur minni námskeiðum, Verkfræðingurinn og umhverfið, og Starfsvið verkfræðinga, sem kennd hafa verið á haustmisseri og vormisseri fyrsta árs. Innihald nýja námskeiðsins er kynning á umhverfismálum, verksviði verkfræðinga, siðfræði fagsviðsins, sögu verkfræðinnar, heimildameðferð, vinnu í þverfaglegum hópum, nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Námskeiðið Eðlisfræði 2 var gert að valnámskeiði á þriðja ári og námskeiðið Umhverfisverkfræði var fært á 3. misseri frá 6. misseri til að tryggja samfellu í kennslu í umhverfisverkfræði. Jafnframt þessu var Hagverkfræði gert að skyldunámskeiði í stað Rekstrarverkfræði en nemendum stendur þó til boða að taka hið síðarnefnda sem valnámskeið. I framhaldsnámi var gerð sú breyting að öll framhaldsnámskeið voru stækkuð úr 6 ECTS einingum í 7.5 ECTS einingar og sanhliða lögð meiri áhersla á verkefnavinnu í námskeiðunum. BS nemar Miki! ásókn hefur verið í BS nám í Umhverfis- og byggingarverkfræði síðustu ár en um 250 BS nemendur stunda nú nám við deildina og hafa þeir sjaldan eða aldrei verið fleiri. Á árinu 2010 útskrifuðust 30 BS nemar frá deildinni og um 40 nemendur stefna á útskrift 2011. Nemendur deildarinnar eru eftirsóttur starfskraftur en atvinnurekendur hafa þó í aulcnum mæli talið æskilegt að ráða frekar til sín fólk með meistaragráðu enda fæst starfsheitið verkfræðingur ekki fyrr en að lokinni MS gráðu í verkfræði. Meistaranemar Meistaranám við deildina er öflugt og er fjöldi nema í MS námi nú um 60-70 og að auki eru um 10-15 skiptinemar frá erlendum skólum við deildina á hverjum tíma, víðsvegar að úr heiminum. Meistaranemar vinna iðulega að verkefnum í nánum tengslum við atvinnulífið og ná þannig í verðmæta reynslu og skapa tengsl sem nýtast að námi loknu. Á árinu 2010 luku tíu nemar meistararitgerðum í samstarfi við fjölmarga aðila. Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á vefsíðu deildarinnar. Doktorsnám Doktorsnám hefur eflst hröðum skrefum við deildina og stunda nú 11 nemar slíkt nám undir leiðsögn deildarfólks. Doktorsverkefnin eru fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Verkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá 6 ...upp í vindínn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.