Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 6
Umhverfis- og byggingar-
verkfræðideild
Yfirlit ársins 2010
Dr. Sigurður Magnús Garðarsson
prófessor og deildarforseti
Sigurður Magnús Garðarsson lauk prófi í byggingarverkfræði frá
Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám við University
of Washington og lauk þaðan meistaragráðu í byggingarverkfræði
1993, meistaragráðu í hagnýtri stærðfræði 1995 og doktorsprófi í
straum- og vatnafræði 1997. Hann starfaði hjá WEST Consultants
í Seattle 1997-2000, hjá Verkfræöistofu Sigurðar Thoroddsen
hf. 2000-2003, dósent 2003-2007 og prófessor frá 2007 við
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands.
Fjöldi nemenda í Umhverfis- og
byggingarverkfræðideild í BS námi
er með allra mesta móti og fjölgað
hefur umtalsvert í meistara- og
doktorsnámi. Þetta er í takt við
almenna fjölgun nemenda í Háskóla íslands
síðan niðursveiflan í þjóðfélaginu hófst og fara
þessir hópar nú að skila sér í útskrift í grunnnámi
og þegar hafa nokkrir útskrifast úr meistaranámi.
Samstarf deildarinnar við innlenda og erlenda
aðila er mikið og eflir það gæði námsins og er
ávinningur fyrir meistara- og doktorsverkefni
ásamt því að skapa verðmætt tengslanet fyrir
nemendur.
Breytingar á námi deildarinnar
Nokkrar breytingar urðu á námi í Umhverfis- og
byggingarverkfræði sem tóku gildi haustmisserið
2010. Sett var á fót námskeiðið Starf og ábyrgð
verkfræðinga sem kennt er á fyrsta misseri í BS
námi. Námskeiðið er 6 ECTS einingar og tekur við
af tveimur minni námskeiðum, Verkfræðingurinn
og umhverfið, og Starfsvið verkfræðinga, sem
kennd hafa verið á haustmisseri og vormisseri
fyrsta árs. Innihald nýja námskeiðsins er kynning
á umhverfismálum, verksviði verkfræðinga,
siðfræði fagsviðsins, sögu verkfræðinnar,
heimildameðferð, vinnu í þverfaglegum hópum,
nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Námskeiðið
Eðlisfræði 2 var gert að valnámskeiði á þriðja
ári og námskeiðið Umhverfisverkfræði var fært
á 3. misseri frá 6. misseri til að tryggja samfellu
í kennslu í umhverfisverkfræði. Jafnframt þessu
var Hagverkfræði gert að skyldunámskeiði í stað
Rekstrarverkfræði en nemendum stendur þó til
boða að taka hið síðarnefnda sem valnámskeið.
I framhaldsnámi var gerð sú breyting að öll
framhaldsnámskeið voru stækkuð úr 6 ECTS
einingum í 7.5 ECTS einingar og sanhliða lögð
meiri áhersla á verkefnavinnu í námskeiðunum.
BS nemar
Miki! ásókn hefur verið í BS nám í Umhverfis-
og byggingarverkfræði síðustu ár en um 250
BS nemendur stunda nú nám við deildina
og hafa þeir sjaldan eða aldrei verið fleiri.
Á árinu 2010 útskrifuðust 30 BS nemar frá
deildinni og um 40 nemendur stefna á útskrift
2011. Nemendur deildarinnar eru eftirsóttur
starfskraftur en atvinnurekendur hafa þó í
aulcnum mæli talið æskilegt að ráða frekar til sín
fólk með meistaragráðu enda fæst starfsheitið
verkfræðingur ekki fyrr en að lokinni MS gráðu
í verkfræði.
Meistaranemar
Meistaranám við deildina er öflugt og er fjöldi
nema í MS námi nú um 60-70 og að auki eru
um 10-15 skiptinemar frá erlendum skólum
við deildina á hverjum tíma, víðsvegar að úr
heiminum. Meistaranemar vinna iðulega að
verkefnum í nánum tengslum við atvinnulífið
og ná þannig í verðmæta reynslu og skapa tengsl
sem nýtast að námi loknu. Á árinu 2010 luku
tíu nemar meistararitgerðum í samstarfi við
fjölmarga aðila.
Nánari upplýsingar um verkefnin,
leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á
vefsíðu deildarinnar.
Doktorsnám
Doktorsnám hefur eflst hröðum skrefum við
deildina og stunda nú 11 nemar slíkt nám undir
leiðsögn deildarfólks. Doktorsverkefnin eru
fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum
og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Verkefnin
eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá
6 ...upp í vindínn