Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 67

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 67
Landeyjahöfn Mynd 5. Ljósmynd af Landeyjahöfn tekin 8. nóv. 2010. Ölduhæð var um 2 m og öldustefna úr suðaustrí. Á myndinni sést hvernig aldan brotnar á 1-4 m dýpi milli Markarfíjótsóss og Landeyjahafnar ogþyrlar upp sandinum sem öldustraumur undir brotunum ber með sér inn að hafnarmynninu. Einnig sést að miklir straumar eru við austur brímvarnargarðinn. Ljósmynd: Guðmundur Alfreðsson. Sápan sem slegið hefur í gegn Umh verjisvœn t sig alla fram um að ljúka verkinu á tilsettum tíma og tókst þeim það. í áætlun frá 2006 og 2007 var gert ráð fyrir að vígja mannvirkið í júlí 2010 og gekk það eftir. Kostnaður var áætlaður í samgönguáætlun 2007- 10, 4,6 milljarðar kr. miðað við verðlag í janúar 2011, en kostnaður verður, að meðtaldri umfram dýpkun, vegna goss innan við 3,8 milljarðar kr. Kostnaðar- og tímaáætlanir stóðust. Rekstur Landeyjahafnar Það er óhætt að segja að rekstur Landeyjahafnar hefur verið erfiður þó ekki sé nú meira sagt. Höfnin var opnuð 20 júlí og var hún opin fram í byrjun september en þá lokaðist hún fram í miðjan september og lokaðist svo aftur í lok september, hún var lokuð allan október og hálfan nóvember og hefur nú verið lokuð frá miðjum janúar þar til þetta er skrifað í byrjun mars. Þrátt fyrir þetta þá fóru með Herjólfi árið 2010 um 200 þúsund farþegar og rúmlega 50 þúsund fólksbílar, en árin þar á undan var fjöldinn innan við 130 þúsund farþegar og 35 þúsund bílar. Það er því óhætt að segja að þrátt fyrir alla erfiðleikana þá er Landeyjahöfn mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og alla landsmenn. Hún hefur skapað Eyjamönnum mikil tækifæri. Breytingar á ströndinni vegna veðurfars og eldgoss veturinn 2009-2010 Frá hausti 2009 til ársloka 2010 var háþrýstisvæði ríkjandi yfir Islandi sem leiddi til þess að lægðir fóru djúpt suður af landinu í stað þess að fara yfir það. Af þessu leiddi að suðaustan- ölduátt var ríkjandi, en ekki suðvestan-ölduátt, sem öldufarsathuganir síðustu 50 ár sýna að er tíðust við Landeyjahöfn, sbr. Mynd 1. Þar sem suðaustlægar ölduáttir voru ríkjandi á byggingartíma Landeyjahafnar barst allmikið magn af sandi inn í hafnarstæðið meðan á byggingu hafnarinnar stóð. Jafnframt dýpkaði stöðugt á sandrifinu fyrir utan höfnina og við það barst sandur til vesturs eftir rifinu og í álinn innan þess. Állinn milli rifs og hafnar grynnkaði fram í nóvember 2010 vegna hinnar þrálátu suðaustan-öldu og efnisins sem kom niður með eldgosinu. Landeyjahöfn er á landsvæði þar sem vænta má eldgosa í gosstöðvum sem þaktar eru jökli. Gos hófst í Eyjafjallajökli þann 14. apríl 2010, einungis nokkrum vikum áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun. Eldstöðin hafði þá ekki látið á sér kræla síðan árið 1823. Frá umbrotunum í aprílmánuði þar til í ágúst 2010 hafa yfir 1,6 milljónir rúmmetra af gosefni, sandi og möl, borist frá gosstöðvunum niður eftir Markarfljóti. Magn aurs sem barst með Markarfljóti er áætlað allt að 20 milljón rúmmetrar. Enn er mikið magn gosefna í og við farveg Markarfljóts sem mun að endingu skila sér til sjávar. Vitaskuld var öllum sem störfuðu að undirbúningi Landeyjahafnar ljóst að mannvirkið gæti orðið fyrir áhrifum af náttúruhamförum, einkum vatns- og aurflóðum sem verða þegar jarðeldur kemur upp undir jökli. Reynt var eftir föngum að meta líklegar afleiðingar slíkra atburða, þar á meðal áhrif Kötluhlaups sem færi niður Markarfljót og eldgoss í Eyjafjallajökli. Ljóst var að kæmi mikið af efni niður Markarfljót í flóði myndi það verða til þess að höfnin lokaðist alveg eða erfitt yrði að starfrækja hana um skeið ; i fyrir Bílinn á útigrillið í eldhúsið á allt sem þolir vatn I' kemi svoalltgangismurt 110 Reykjavík www.kemi.is S: 544 5466 Tunguhálsi 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.