Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 24
Verkfræðistúdentar í Hveragerði á mælinganámskeiði sumarið 1957.
Frá vinstri til hægri: Ulfar Haraldsson (látinn), Júlíus Sólnes, Sigurþór Tómasson, Gísli Sigfreðsson (látinn), Þór Gregor Þorsteinsson (látinn), Haukur Frímannson, Kári Tryggvason skólastjóri, dóttir
Kára, matráðskona, Stefán Hermannsson, Þórir Hilmarsson (látinn), Sigmundur Freysteinsson, Guðmundur Halldórsson, Helgi Sigvaldason, Bragi Guðmundsson, Jandmælingaverkfræðingur og
aðstoðarkennari, Haukur Jóhannsson, Gunnar H. Pálsson.
sem fylgist með gæðum verkfræðikennslu og
rannsókna við bandaríska háskóla, til að meta
verkfræðinám á Islandi. Nefnd bandarískra
sérfræðinga á vegum ABET kom hingað til lands
og kynnti sér allar aðstæður, m.a. skólakerfi
okkar og tók viðtöl við flestalla kennara og
einnig nemendur. Nefndin skilaði ítarlegri
skýrslu um niðurstöður sínar haustið 1993.
Þær voru helztar:
Verkfræðinám í háum gæðaflokki
Kennarar áhugasamir og vel menntaðir
Nemendur duglegir og sérlega einbeittir
Námið jafngilt eða meira en hliðstætt
grunnnám („undergraduate“ nám) í
Bandaríkjunum. Liggur mitt á milli BS og MS
náms við bandaríska verkfræðiháskóla/deildir
ABET nefndin taldi enn fremur, að
menntaskólanám á Islandi fullnægði kröfum um
tungumálakunnáttu og félagsfræðilegan hluta
grunnnáms verkfræðinga í Bandaríkjunum.
Nefndin kom þó með ýmsar neikvæðar
athugasemdir. Vakti m.a. athygli á bágri aðstöðu
deildarinnar og taldi, að bókasafnið uppfyllti
ekki lágmarkskröfur til slíkra safna. Þá þyrfti
að bæta tilraunaaðstöðu nemenda og aðstöðu
starfsfólks við deildina. Þetta varð til þess, að
verulegar umbætur og breytingar voru gerðar
á verkfræðináminu á næstu árum. Nöfnum
verkfræðiskoranna var breytt til að leggja áherzlu á
ný svið og kennslugreinar svo sem umhverfismál,
tölvu- og hugbúnaðarverkfræði, rekstrar- og
fjármálaverkfræði. Einnig var ákveðið að taka
efnaverkfræðina fastari tökum.
Mesta breytingin var þó sú að innleiða
3+2 kerfið í samræmi við Bologna ályktunina.
Samkvæmt henni er gert ráð fyrir, að allt
háskólanám skiptist í 180 eininga (ECTS)
grunnnám og 120 eininga framhaldsnám.
Nemendur myndu eftirleiðis ljúka formlegu BS
prófi í verlcfræði eftir þrjú ár og ákveða síðan
hvort og hvar þeir stunduðu framhaldsnám
til meistarprófs. Jafnframt var gamla fjögurra
ára námið lagt niður, þ.e.a.s. prófgráðan CS
(„candidatus scientiae“) sem hafði verið innleidd
til að verkfræðingar fengju fínt latneskt prófheiti
eins og læknar og lögfræðingar. Verkfræðingafélag
Islands breytti reglum sínum um veitingu
leyfls til að nota starfsheitið verkfræðingur
(iðnaðarráðuneytið veitir leyfið, en VFl er
umsagnaraðili), og þurfti nú meistarapróf í
verkfræði til að öðlast þennan rétt.
Það tók nokkur ár að koma þessu nýja
fyrirkomulagi á. Á tímabili virtist sem einungis
yrði boðið upp á grunnnám í deildinni og
fjórða árs námskeiðin legðust niður. Kennurum
leizt ekld á blikuna, því að erfiðlega gekk að
manna meistaraprófsnámskeiðin. Góðæri ríkti
í þjóðfélaginu, og nemendur áttu auðvelt með
að fá vinnu að loknu BS prófinu. Margir kusu
að fara í meistaranám við erlenda verkfræðiskóla
og sáust elcki meira. Á þessum árum varð sú
mikla breyting á starfsemi deildarinnar, að
tölvunarfræðin fluttist frá raunvísindadeild yfir
í verkfræðideild og varð fjórða skorin. Þetta
hleypti nýju blóði í deildina og jók fjölbreytileika
námsins. Smám saman styrktist meistaranámið.
Þar áttu erlendir stúdentar sem hingað voru
komnir á Erasmus styrkjum, töluverðan þátt.
Til að námskeið væri haldið með eðlilegum
hætti, þurfti lágmarksfjöldi skráðra nemenda
að vera fimm. Kom oft fyrir, að erlendir
nemendur „björguðu“ námskeiðinu. Einn og
24 ...upp í vindinn