Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 13
Hlutverk verkfræðinga í umhverfismálum
Evrópulöndum að markaðsvirði vottaðra bygg-
ingar er almennt hærra en annarra sambærilegra
bygginga auk þess sem rekstrarkostnaður þeirra
er oft mun lægri.
Um BREEAM
umhverfisvottunarkerfið
BREEAM greining er tól sem er ætlað að greina
og draga úr umhverfisáhrifum bygginga allt
frá hönnun og byggingu þeirra til rekstrar. Til
eru BREEAM aðferðir sem meta umhverfis-
frammistöðu nýbygginga, viðhaldsaðgerða og
viðbygginga, skipulagsáætlana og bygginga sem
BREEAM kröfur á níu sviðum
þegar eru í notkun.
BREEAM kerfið var þróað í Bretlandi
og hefur verið í notkun þar í landi frá 1990.
BREEAM International býður upp á að kröf-
ur séu aðlagaðar fyrir mismunandi lönd eða
landssvæði. Þróun BREEAM kerfisins í hverju
landi er venjulega gerð í tengslum við Vistbygg-
ðarráð (Green Building Councils). Fjöldi
vottanna er nú yfir 110.000 og yfir 500.000
byggingar eru í vottunarferli.
BREEAM aðferðin byggir á einkunnagjöf á níu
sviðum sem hafa mismunandi vægi:
Markmið með notkun BREEAM
• Tryggja notkun aðferða sem lágmarka
neikvæð umhverfisáhrif
• Byggja heilnæmar og öruggar byggingar
• Minnka rekstrarkostnað
• Gera betur en gert er ráð fyrir í reglugerðum
• Hvetja markaðinn til að finna nýjar og
umhverfisvænni lausnir
• Bjóða upp á viðurkenndan umhverfisstimpil
fyrir byggingar
• Auka eftirspurn eftir sjálfbærum byggingum
• Bæta ímynd eigenda byggingarinnar
• Stuðla að betri hönnun.
Kerfið er í sífelldri endurskoðun og er ætlað
að hvetja byggingariðnaðinn til að gera betur
en lágmarkskröfur í byggingarreglugerð segir til
um og þannig ýta markaðnum í átt að sjálfbærari
lausnum.
Á síðunni http://www.greenbooklive.com
er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki og rekstrar-
aðila sem hafa leyfi til að vera matsaðilar fýrir
BREEAM. Almenna verkfræðistofan er í
hönnunarteymi þriggja bygginga á Islandi sem
ætlunin er að votta samkvæmt BREEAM. Þetta
eru Náttúrufræðistofnun Islands, Hús íslenskra
fræða og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ.
Vottunarkerfi fyrir byggingar í notkun
Langstærstur hluti byggingarmagns á Islandi
næstu ár eða áratugi hefur þegar verið byggður
og er í notkun. Það er því til mikils að vinna
að lágmarka umhverfisáhrif af rekstri þessara
bygginga. Breeam In Use aðferðafræðin er not-
uð til að umhverfismeta byggingar sem þegar
eru í rekstri. Markmið með notkun hennar er
að lækka rekstrarkostnað og bæta umhverfislega
frammistöðu bygginganna og rekstrarins í
þeim. Niðurstöður slíkra úttekta gefa til kynna
hvernig staða mála er í byggingunni óbreyttri og
út frá þeim niðurstöðum má setja fram tillögur
að endurbótum til að bæta umhverfisgæði
byggingarinnar og rekstrarins.
BREEAM In Use er nokkuð frábrugðin
þeirri aðferð sem notuð er fyrir nýbyggingar,
enda margt sem ekki er hægt að hafa áhrif á þegar
byggingin hefur verið reist. Matið byggist eftir
sem áður á þeim níu sviðum sem greint var frá
hér að framan.
BREEAM In Use er enn sem komið er
einungis til fyrir breskan markað. Almenna
verkfræðistofan vinnur nú að óformlegri próf-
un á kerfinu á Leikskólanum Velli í Reykjanesbæ
fyrir eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Prófun-
inni er annars vegar ætlað að gefa grófa mynd
af umhverfisframmistöðu byggingarinnar og
rekstrarins í henni. Hins vegar verður unnið að
því, í samvinnu við Vistbyggðarráð, að kanna
hentugleika kerfisins fýrir íslenskar aðstæður og
möguleika á aðlögun þess.
Ný hugsun - nýjar áherslur
Starf verkfræðinga felst að stórum hluta í því
að leysa mál og umhverfismál eiga þar ekki að
vera undanskilin. Það er hlutverk verkfræðinga
að finna bestu lausnina hverju sinni, meðal
annars út frá hagkvæmni, notagildi og
umhverfissjónarmiðum. Það er einnig hlutverk
þeirra að hafa frumkvæði að því að þróa nýjar og
vistvænni lausnir, því hver á annars að gera það?
Þessi grein var birt í Arbók VFI drid 2010.