Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 13

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 13
Hlutverk verkfræðinga í umhverfismálum Evrópulöndum að markaðsvirði vottaðra bygg- ingar er almennt hærra en annarra sambærilegra bygginga auk þess sem rekstrarkostnaður þeirra er oft mun lægri. Um BREEAM umhverfisvottunarkerfið BREEAM greining er tól sem er ætlað að greina og draga úr umhverfisáhrifum bygginga allt frá hönnun og byggingu þeirra til rekstrar. Til eru BREEAM aðferðir sem meta umhverfis- frammistöðu nýbygginga, viðhaldsaðgerða og viðbygginga, skipulagsáætlana og bygginga sem BREEAM kröfur á níu sviðum þegar eru í notkun. BREEAM kerfið var þróað í Bretlandi og hefur verið í notkun þar í landi frá 1990. BREEAM International býður upp á að kröf- ur séu aðlagaðar fyrir mismunandi lönd eða landssvæði. Þróun BREEAM kerfisins í hverju landi er venjulega gerð í tengslum við Vistbygg- ðarráð (Green Building Councils). Fjöldi vottanna er nú yfir 110.000 og yfir 500.000 byggingar eru í vottunarferli. BREEAM aðferðin byggir á einkunnagjöf á níu sviðum sem hafa mismunandi vægi: Markmið með notkun BREEAM • Tryggja notkun aðferða sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif • Byggja heilnæmar og öruggar byggingar • Minnka rekstrarkostnað • Gera betur en gert er ráð fyrir í reglugerðum • Hvetja markaðinn til að finna nýjar og umhverfisvænni lausnir • Bjóða upp á viðurkenndan umhverfisstimpil fyrir byggingar • Auka eftirspurn eftir sjálfbærum byggingum • Bæta ímynd eigenda byggingarinnar • Stuðla að betri hönnun. Kerfið er í sífelldri endurskoðun og er ætlað að hvetja byggingariðnaðinn til að gera betur en lágmarkskröfur í byggingarreglugerð segir til um og þannig ýta markaðnum í átt að sjálfbærari lausnum. Á síðunni http://www.greenbooklive.com er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki og rekstrar- aðila sem hafa leyfi til að vera matsaðilar fýrir BREEAM. Almenna verkfræðistofan er í hönnunarteymi þriggja bygginga á Islandi sem ætlunin er að votta samkvæmt BREEAM. Þetta eru Náttúrufræðistofnun Islands, Hús íslenskra fræða og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Vottunarkerfi fyrir byggingar í notkun Langstærstur hluti byggingarmagns á Islandi næstu ár eða áratugi hefur þegar verið byggður og er í notkun. Það er því til mikils að vinna að lágmarka umhverfisáhrif af rekstri þessara bygginga. Breeam In Use aðferðafræðin er not- uð til að umhverfismeta byggingar sem þegar eru í rekstri. Markmið með notkun hennar er að lækka rekstrarkostnað og bæta umhverfislega frammistöðu bygginganna og rekstrarins í þeim. Niðurstöður slíkra úttekta gefa til kynna hvernig staða mála er í byggingunni óbreyttri og út frá þeim niðurstöðum má setja fram tillögur að endurbótum til að bæta umhverfisgæði byggingarinnar og rekstrarins. BREEAM In Use er nokkuð frábrugðin þeirri aðferð sem notuð er fyrir nýbyggingar, enda margt sem ekki er hægt að hafa áhrif á þegar byggingin hefur verið reist. Matið byggist eftir sem áður á þeim níu sviðum sem greint var frá hér að framan. BREEAM In Use er enn sem komið er einungis til fyrir breskan markað. Almenna verkfræðistofan vinnur nú að óformlegri próf- un á kerfinu á Leikskólanum Velli í Reykjanesbæ fyrir eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Prófun- inni er annars vegar ætlað að gefa grófa mynd af umhverfisframmistöðu byggingarinnar og rekstrarins í henni. Hins vegar verður unnið að því, í samvinnu við Vistbyggðarráð, að kanna hentugleika kerfisins fýrir íslenskar aðstæður og möguleika á aðlögun þess. Ný hugsun - nýjar áherslur Starf verkfræðinga felst að stórum hluta í því að leysa mál og umhverfismál eiga þar ekki að vera undanskilin. Það er hlutverk verkfræðinga að finna bestu lausnina hverju sinni, meðal annars út frá hagkvæmni, notagildi og umhverfissjónarmiðum. Það er einnig hlutverk þeirra að hafa frumkvæði að því að þróa nýjar og vistvænni lausnir, því hver á annars að gera það? Þessi grein var birt í Arbók VFI drid 2010.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.