Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 34

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 34
Norað byggingarefni sem haldið er til haga ígeymslu hjá KADECO. Islenska Kísilfélagið Gagnaver Verne Global Nýsköpunarfyrirtækið HBT Stærsta endurvinnsluverkefni íslandssögunnar Ásbrú er stærsta endurvinnsluverkefni Islandssögunnar. Við endurbætur á fasteignum á Ásbrú hefur verið mótuð stefna um hámarksendurnýtingu á því byggingarefni sem til staðar er á svæðinu. Ut frá þeirri stefnu hefur verið útfærð aðferðafræði sem tekur á endurnýtingu byggingarefnis og mannvirkja. Þegar eignum á svæðinu eru fundin ný hlutverk þarf oft að laga skipulag og fleira að nýjum þörfum. Við slíkar endurbætur er reynt að nýta sem mest af mannvirkinu eins og það stendur, með minniháttar endurbótum. Oft þarf þó að ráðast í breytingar á fasteigninni svo að hún geti talist rekstrarlega hagkvæm fyrir tiltekna starfsemi. Við slíkar breytingar er reynt að halda utan um allt byggingarefni sem fjarlægt er svo að nýta megi það við endurbætur á öðrum eignum á svæðinu. Þessi aðferðafræði hefur skilað miklum fjárhagslegum og umhverfislegum ábata. Endurnýting Sú aðferðafræði sem að ofan er lýst var þróuð af KADECO í samstarfi við Óla þór Magnússon, byggingarverkfræðing hjá OMR verkfræðistofu. I aðferðafræðinni er alltaf horft til þess að gera hönnun og framkvæmd sem hagkvæmasta m.t.t. kostnaðar- og umhverflssjónarmiða. Kröfum leigutaka og reglugerða er einnig fylgt í hvívetna. Þessi nálgun bíður upp á mikið hagræði sem skilar sér beint til leigutaka. Þannig er hægt að setja meira fjármagn og metnað í innra starf, fremur en að binda fjármagn í dýrum framkvæmdum. Þetta fyrirkomulag á sérlega vel við nýsköpunarverkefni. Fyrir breytingu uppfylla flestar eignir á svæðinu ekki íslenskar reglugerðir og staðla, t.d. hvað varðar rafmagnsspennu og raflagnir. Kosturinn við flestar þessar byggingar er hins vegar sá að oftast reynist auðvelt að breyta fyrirliggjandi grunnskipulagi þar sem flestir innveggir eru léttir og byggingarnar með góðar grunnstærðir. Endurvinnsla á húsnæði Líklegt er að auknar kröfur verði gerðar í framtíðinni hvað varðar endurnýtingu á byggingarefnum og endurskilgreiningu á mann- virkjum sem til staðar eru í skipulagi.1 Því má ætla að í framtíðinni muni byggingariðnaðurinn þurfa að finna og þróa hagkvæmar lausnir við endurnýtingu byggingarefna. Endurvinnsla á fyrirliggjandi húsnæði og byggingarefnum á Ásbrú hefur í för með sér hámörkun á endurnýtingu fyrirliggjandi bygginga og byggingarefna á svæðinu. Auk þess að hámarka endurnýtingu á því byggingarefni sem fyrir er á staðnum er reynt að endurnýta líka annað byggingarefni úr öðrum tengdum eða ótengdum verkefnum. Lykilatriði til að ná árangri í slíkri framkvæmd er að virkja alla þátttakendur. Afar mikilvægt er að virkja vitund þeirra um sparnað og endurnýtingu og hlutdeild í því ferli. Af því leiðir að öllum tillögum og hugmyndum um endurskilgreiningu Daniel Coaten náttúrulæknir kynnir áhugasömum gestum starfsemi sína íhúsnæðinu að Flugvallarbraut 734. á hönnun og skipulagi, sem leitt gætu til sparnaðar og endurnýtingar, t.d. frá verktökum og hagsmunaaðilum, skal tekið með opnum huga. Fyrsta greining þeirrar aðferðafræði sem beitt er á Ásbrú hefur eftirfarandi sjö atriði að leiðarljósi: 1. Hentar húsnæðið og skipulag þess undir ætlaða starfsemi? 2. Hverjir eru notendur m.t.t. þarfa þeirra og fjarlægðar? 3. Hvernig tengist húsnæðið ytra umhverfi: göngu- og hjólastígum, götum og bílastæðum? 4. Hentar áætluð starfsemi í húsnæðinu með tilliti til skipulags á svæðinu eða Kiasa? 5. Er hægt að hanna nýtt fyrirkomulag húsnæðisins með því að nota núverandi skipulag sem mest til að endurnýta lagnir, lagnaleiðir og annað byggingarefni með aðlögun og lagfæringum? 6. Hvað af núverandi byggingarefnum, í húsnæðinu eða á lager, er hægt að endurnýta í verkefninu með lagfæringum? 7. Eru möguleikar á að nota með lagfæringum byggingarefni, sem gengur af og nýtist ekki við framkvæmdina, í næsta verkefni? Ef jákvæð eða viðunandi niðurstaða kemur út úr ofangreindri greiningu er verkefnið grunnhannað og kostnaðargreint sem tekur mið af því skipulagi sem hagsmunaaðili er sáttur við. Einkunnarorðin í aðferðafræðinni eru samvinna, sparnaður og endurnýting. Gott dæmi um jákvæða og skemmtilega endurnýtingu á húsnæðinu á Ásbrú má nefna umbreytinguna á Flugvallarbraut 734. Húsnæðið var í upphafi tveir gamlir braggar með tengibyggingu og í því var m.a. hluti af skotfærageymslum varnarliðsins. I dag iðka 34 ..upp í vindinn 1) Endurvinnsla eða endurnýting er hér notað sem almennt hugtak fyrir endurnotkun og endurvinnslu á fyrirliggjandi húsnæði og byggingarefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.