Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 76
Rannsóknarmiðstöð
Háskóla íslands í
jarðskjálftaverkfræði
Ragnar Sigbjörnsson
er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Islands. Hann
er prófessor II við NTIMU I Þrándheimi og visiting fellow við
University of Bristol. Ragnar hefur doktorspróf frá DTU.
Helstu kennslugreinar hans eru á sviði hagnýtrar aflfræði
og jarðskjálftaverkfræði. Ragnar hefur starfað við NTNU I
Þrándheimi, Imperial College of Science, Technology and
Medicine í London og University of Canterbury á Nýja
Sjálandi. Hann veitir Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi
forstöðu. Ragnar hefur hlotið riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir rannsóknastörf.
Benedikt Halldórsson
hefur BSepróf í jarðeðlisfræði og MSepróf í
Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla
Islands. Hann hefur einnig doktorspróf í jarð-
skjálftaverkfræði frá ríkisháskóla New York í
Buffalo. Megin rannsóknarsvið hans eru hagnýt
jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði, sem
snýr að eðli og upptökum jarðskjálfta og hröðun
í jarðskjálftum. Hann er sérfræðingur við
Rannsóknarmiðstöð I jarðskjálftaverkfræði og
aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Islands.
1
Símon Ólafsson
er rannsóknarprófessor við
Jarðskjálftamiðstööina á Selfossi.
Hann hefur doktorspróf frá
byggingarverkfræðideild NTNU. Hann
hefur próf í rafmagnsverkfræði frá
Háskóla (slands og Meistarapróf frá
University of Southern California í Los
Angeles. Megin rannsóknarsvið hans eru
hagnýt jarðskjálftafræði, merkjafræði og
mælitækni. Símon hefur einkum fengist við
stærðfræðilíkön sem lýsa dvínun hröðunar
jarðskjálftum og hermun jaröskjálftaáhrifa.
Á
Rajesh Rupakhety
Aðjúnkt við Umhverfis og byggingarverkfræðideild
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla
Islands og verkefnisstjóri hjá Rannsóknarmiðstöð
í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Hann hefur
B.E. gráðu í Byggingarverkfræði frá Tribhuwan
Háskólanum í Nepal; M.S.c. í jarðskjálftaverkfræöi
og tæknilegri jarðskjálftafræði frá Háskólanum í
Pavia, Italíu og Háskólanum í Patras, Grikklandi.
Hann hefur doktorsgráðu frá Háskóla Islands.
Helstu fræðasvið hans eru jarðskjálftaverkfræði
og sveiflufræði, hermun yfirborðshreyfinga í
jarðskjálftum, jarðskjálftahættumat og aflfræði
mannvirkja.
Sólveig Þorvaldsdóttir
Doktorsnemi við Jarðskjálftamiðstöðina á
Selfossi. Hún hefur próf I byggingarverkfræði
frá Háskóla (slands og meistarapróf frá The
Johns Hopkins University, I Baltimore, USA.
Rannsóknarsvið hennar er náttúruhamfarii;
áhrif þeirra á byggð og aðgerðir því tengdu.
Sólveig kennir kúrsinn Náttúruhamfarir hjá
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Hí, sem
er á meistarastigi. Sólveig er einnig að taka
Kennslufræði á háskólastigi hjá Kennslumiðstöð Hí
til diplómaprófs.
Sigurður U. Sigurðsson
Doktorsnemi í jarðskjálftaverkfræði undir
leiðsögn Ragnars Sigbjörnssonar prófessors.
Byggingarverkfræðingur MSc frá Háskólanum
I Reykjavík 2010. Byggingartæknifræðingur
BSc frá Háskólanum í Reykjavík 2008.
Meistarapróf í trésmíði 2005. Megin viðfangsefni
doktorsverkefnis er rannsókn á svörun bygginga
á upptakasvæðum jarðskjálfta.
76 ...upp í vindinn