Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 63

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 63
Landeyjahöfn I 20 20 M 35 « ‘li 50 S0 60 6ð 70 {ktomatæj HrrOfm) ■ Ai=a/*4 5 4*415 ŒB 3.5' * r~: 3-35 Ll 25- 3 B1.5- 2 1-13 mm o- 1 ÉB fc«tw. o N Hs (m) ■I Above 8 m 7-s E3 6-7 ~ 5-6 □ Bclow 1 Afyntl 1. Öldufar ísuðvesan árcum við Vestmanmeyjar og Bakkaíjöru (til vinstri). (Litirnir sýna ölduhæðirþar sem raucc er hæst en Ijósc lægsc). Öldurós áranna 1979 -2004 á stað suðvestan við Vescmannaeyjar (63°N, 21°V) sýnir ríkjandi suðvestan ölduáttir (til hægri). Einnig sést hlutfallsleg skipcing eftir ölduhæð. var margt sem benti til að þetta væri tæknilega framkvæmanlegt. Bakkafjara er í skjóli af Vestmannaeyjum og ríkjandi ölduáttir eru að suðvestan um 60% af tímanum. Loftmyndir sýndu að ströndin hafði lítið breyst í hálfa öld. Kostnaður var áætlaður um 6-8 milljarðar með nýrri ferju. Rekstrarkostnaður ferju yrði lægri en Herjólfs en rekstrarkostnaður hafnar, og þá sérstaklega vegna viðhaldsdýpkunar, yrði hærri. Ókostur við þessa tillögu var að frátafir yrðu meiri en í hinum tillögunum þar sem fella þyrfti niður ferðir vegna ölduhæðar. Niðurstaðan var að hagkvæmasti kosturinn væri að byggja höfn á Bakkafjöru. Sumarið 2006 skipaði samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, stýrihóp sem myndi leggja heildstætt mat á höfn á Bakkafjöru. Sú nefnd skilaði af sér skýrslu vorið 2007 þar sem mælt var með að hefja framkvæmdir. I ágúst sama ár tók þáverandi samgönguráðherra, Kristján L Möller, ákvörðun um að ráðast í framkvæmdina. Aðstæður við Bakkafjöru Sandrif liggur úti fýrir allri sandfjörunni á suðurströndinni milli Þjórsár og Markarfljóts. Undan Bakkafjöru er fjarlægðin út að rifinu um 900 metrar. Ölduhæð við ströndina er lægst undan Bakkafjöru þar sem hún er í vari af Vestmannaeyjum. Aldan brotnar á sandrifinu í mildum brimum og aftur upp við ströndina. Efnisburður meðfram suðurströndinni á þessu svæði er minnstur undan Bakltafjöru og gildir það bæði eftir sjálfu sandrifinu og eins eftir fjörunni. Dýpi á sandrifinu er að jafnaði 2—4 m en sums staðar myndast á því „hlið“ þar sem dýpi er meira. Skýringin er sú, að aldan sem brotnar á rifinu dælir sjó inn fyrir rifið þannig að sjávarstaðan þar verður hærri en á sjónum fyrir utan rifið. Við það myndast þrýstingsmunur sem aftur veldur því að sjórinn reynir að finna farveg „hlið“ í gegnum rifið. Sjórinn fer út þar sem mótstaðan er minnst á rifinu eða þar sem ölduhæðin er lægst. Yfirleitt færast „hliðin“ til á sandrifinu en undan Bakkafjöru er „hlið“ sem er ávallt á sama stað en breytilegt í lengd og dýpt. Dýpi hliðs undan Bakkafjöru er á bilinu 5-8 m og lengd þess frá 500 til 2000 m. Yfirlit yfir helstu rannsóknir vegna Landeyjahafnar Haustið 2000 samþykkti Alþingi tillögu um að samgönguráðherra feli Siglingastofnun Islands að hefja rannsóknir á ferjuaðstöðu á Bakkafjöru. Fyrsta dýptarmælingin undan Bakkafjöru var gerð í október 2002. Síðan hefur verið dýptarmælt oft á ári. Öldudufl hefur verið úti af Surtsey samfellt síðan í september 1987. Öldumælingar við Bakkafjöru hófust í nóvember 2003 og er ölduduflið staðsett um tvo km vestan við innsiglingarlínuna á 28 m dýpi. • Botnsýnum var safnað undan Bakkafjöru, í óseyrinni undan Markarfljóti og í fjörunni. • Orkustofnun reiknaði dagsmeðalrennsli Markarfljóts fyrir tímabilið 1961 fram á mitt ár 2003. • Jarðfræðistofan Stapi vann að rannsóknum á stórgrýti til hafnargerðar í Bakkafjöru og fannst stórgrýti á Hamragarðsheiði. • Dýptarmælingar framkvæmdar af Siglingastofnun. • Líkantilraunir af ferjuhöfninni stóðu yfir frá nóvember 2005 fram í mars 2006 í líkanstöð Siglingastofnunar. • Efnisburðarannsóknir fóru fram frá haustinu 2005 og fram á mitt ár 2007 og verið haldið áfram síðan, en aðalráðgjafi var Danmarks Hydraulisk Institut (DHI). • Áhættugreining á siglingu ferju til Bakkafjöru í samanburði við siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar var gerð af Det Norske Veritas. • Mat á samfélagsáhrifum af byggingu Landeyjahafnar var unnið af Háskólanum á Bifröst. • Umferðarmat með tilkomu nýrrar ferju var unnið af Vífli Karlssyni í Háskólanum á Bifröst. • Þarfagreining nýrrar ferju var unnin af Navís ehf. • Danska verkfræðistofan COWI var fengin til að leggja mat á frumhönnun ferjuhafnar, rannsóknir og rannsóknaskýrslur, sem gerðar voru vegna undirbúnings hafnargerðar í Bakkafjöru. • Jarðfræðirannsóknir unnar af Siglingastofnun, Jóni Skúlasyni ofl. • Landgræðsla ríkisins rannsakaði möguleika á uppgræðslu Bakkafjöru. Líkantilraunir Til að takast á við þetta verkefni hefur Siglingastofnun íslands þróað líkantæknilega aðferðafræði við siglingu skipa í gegnum brim, sem byggir m.a. á reynslu á siglingu fiskiskipa í innsiglingu til hafnanna á Hornafirði, 63

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.