Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 81

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 81
eytt þar, og var það ekki að ástæðulausu. Þar er að finna himinháa skýjakljúfa, sem mætti vel flokka sem verkfræðiundur, og ber þar helst að nefna hæstu byggingu heims, Burj Khalifa. Hver kannast ekki við setninguna „á sandi byggði heimskur maður hús?“ I henni býr mikill sannleikur, því það er vandasamt að byggja hús á sandi. En verkfræðingum hefur þó tekist að gera það sem margir myndu telja ómögulegt, og fundu lausn á þessu vandamáli og byggðu heila borg í eyðimörkinni sem samanstendur að mestu leiti af skýjaldjúfum. Ekki nóg með það, heldur hafa þeir lcomið þar fyrir, eins og áður segir, hæstu byggingu heims. Einnig hafa þeir komið þar fýrir neðanjarðarlestarkerfi ásamt nolekrum manngerðum eyjum. Það máþví með sanni segja að fýrir umhverfis- og byggingarverkfræðinemana hafi Dubai verið virkilega spennandi kostur fýrir námshluta ferðarinnar. Lítill tími gafst til hvíldar þegar komið var til Dubai því fýrsta heimsókn ferðarinnar beið hópsins. Afangastaðurinn var höfuðstöðvar Emaar, sem er þróunar- og fasteignafélag sem hefur verið að byggja upp svæði sem nefnist liinn afinngöngum lestarscöðvar mecró-kerfisins í Dubai Downtown Burj Dubai og er Burj Khalifa, hæsta bygging heims, staðsett í hjarta þess svæðis. Fengu nemendur góða kynningu á þeirri uppbyggingu sem hafði átt sér stað og þeim framkvæmdum sem eftir voru. Að heimsókninni lokinni var ekið um borgina og virtust einu athyglisverðu hlutirnir vera manngerðir, hvort sem það voru himinháir skýjakljúfar eða stærðarinnar umferðarmannvirki. Upprennandi verkfræðingum þótti þetta síður en svo leiðinleg sjón og störðu flestir dolfallnir á þessi meistaraverk. Einnig var elúð um Pálmaeyjurnar, sem eru manngerðar eyjur í laginu eins og pálmatré, og er fýrirhugað að byggja þar fjölmörg hótel og íbúðablokkir. Loks var haldið upp á hótel þar sem dauðþreyttir ferðalangar gátu hvílt lúin bein. Fyrri partur laugardagsins var frjáls og nýttu ferðalangar sér hann til að skoða eina af helstu gersemum borgarinnar, þ.e.a.s. stærstu verslunarmiðstöð heims, Dubai Mall. Verslunarmiðstöðin er yfir ein milljón m2 að stærð og stendur við rætur Burj Khalifa. Hún inniheldur m.a. heimsins stærsta fiskabúr með um 33.000 lífverur, þar af400 hákarla, og eru þar nokkrir kafarar í fullri vinnu við að þrífa búrið. Hægt er að ganga í gegnum rör sem liggja í gegnum fiskabúrið á þremur mismunandi hæðum, auk þess sem hægt er að sigla ofan á vatninu. Auk fiskabúrsins má þar finna sædýrasafn, skautasvell og kvikmyndahús ásamt fjölda veitingastaða og að sjálfsögðu verslana sem selja öll dýrustu og flottustu vörumerki heims. Dubai Mall var þó ekki eina áhugaverða verslunarmiðstöðin, því Hópurinn staddur íjeppasafari í eyðimörkinni Mall of the Emirates hefur að geyma innanhúss skíðabrekku sem vakti mikinn áhuga ferðalanga þarna í miðri eyðimörkinni. Seinni partinn var svo haldið í jeppasafari og var hópnum skutlað út í eyðimörkina og beið hann þar eftir forláta Land Cruiser bifreiðum sem sóttu ferðalanga og áttu eftir að þjóna hlutverki rússíbana síðar meir. Flestir þökkuðu guði fýrir veltigrindurnar í bílunum og svo var bara að vona það besta og búa sig undir það versta. Vélarnar voru þandar, beltin spennt og þá var ekkert annað eftir en að þeysast um sandöldurnar og öskra af gleði eða hræðslu. Að bílferðinni lokinni var stoppað um stund í eyðimörkinni þar sem ferðalangar gátu farið á bak kameldýri, horft á föngulegar magadansmeyjar sýna listir sínar, mi ALMENNI LlFEYRISSJÓÐURINN Enginn milliliður Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 - www.almenni.is m ALMENNI LfFEYRISSJÓÐURINN Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 - www.almenni.is 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.