Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 33
Stærsta endurvinnsluverkefni ísiandssögunnar
rið 2006 yfirgaf bandaríska
varnarliðið varnarsvæðið við
Keflavíkurflugvöll. I framhaldi
af því var sérstakt félag,
L Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
(Kadeco), stofnað til að hafa yfirumsjón með
enduruppbyggingu og þróun svæðisins til
borgaralegra nota.
Meginmarkmið Kadeco er að eignum í
umsýslu félagsins verði komið í not, á þann
hátt að þær hafi jákvæð áhrif á nærliggjandi
samfélag og að fram fari þróunarvinna er skapi
nýja eftirspurn eftir eignum á svæðinu. I störfum
Kadeco hefur því verið lögð mikil áhersla á
nýja atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum með
tilheyrandi áhrifum á atvinnu- og menntastig.
Félagið sér um stefnumótun varðandi
uppbyggingu og nýtingu svæðisins. Jafnframt
sér Kadeco um og framkvæmir greiningu á
nýjum tækifærum er kunna að skapast fyrir
þróunarsvæðið eða einstakar eignir innan þess.
I samræmi við áherslur í stefnumótun vinnur
Kadeco síðan að markaðssetningu svæðisins og
einstakra eigna, innanlands sem utan.
Afrakstur af þróunarvinnu Kadeco er að nú eru
nokkur afstærstu nýsköpunarverkefnum iandsins,
þ.a.m. alþjóðlegt gagnaver, lcvikmyndaver, heilsu-
tengd ferðaþjónusta og nýsköpun í mennta- og
rannsóknauppbyggingu staðsett á svæðinu.
I dag ber svæðið heitið Asbrú — samfélag
fi'umkvöðla, frœða ogatvinnulífi. Því heiti er ætlað
að beina sjónum að framtíðarhlutverki svæðisins
í stað þeirra hlutverka sem svæðið gegndi áður
sem varnarsvæði og herstöð.
Á Islandi er ekki að finna nein dæmi um
sambærileg verkefni við umbreytingu íyrrum
herstöðvar. Verkefnið er fjölþætt, allt frá
fasteignaþróun yfir í eflingu og uppbyggingu
nýs samfélags. Verkefninu fylgja því miklar
samfélagslegar slcyldur, meðai annars vegna þeirra
hamfara er dundu yfir við brotthvarf Varnarliðsins
þegar um 900 manns misstu vinnuna í einu
vetfangi. I dag sjáum við glögglega áhrifin af
brotthvarfinu í því mikla atvinnuleysi sem geisar
á Suðurnesjum. Þar er mikil þörf á markvissri
atvinnu-, mennta- og nýsköpunaruppbyggingu.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur
mótað stefnu um að skapa kraftmikið
nýsköpunarsamfélag á Ásbrú með aðkomu
frumkvöðla, menntastofnana og atvinnulífsins.
Liður í því er að skapa einstaka aðstöðu og
stuðning við frumkvöðla og nýsköpunarfýrirtæki.
A Asbrú eru rekin frumkvöðlasetrið Eldey
og fyrirtækjahótelið Eldvörp. Þar má finna
allt frá litlum sprotafyrirtækjum upp í
stærstu nýsköpunarverlcefni landsins. Þar er
einnig menntafýrirtækið Keilir, sem er fýrsta
þróunarverkefni Kadeco, og er því ætlað að skapa
akademíska undirstöðu fýrir aðra uppbyggingu á
svæðinu. Þá eru á Ásbrú háskólagarðar þar sem
fólk í háskólanámi getur leigt rúmgóðar íbúðir
og búa tæplega 1.800 manns þar. Auk þessa má
nefna fjölda annarra spennandi verkefna á Ásbrú.
Þar á meðal eru:
Gagnavarslan
Heilsuþorp Asbrúar
Bryn Ballett Akademían
Alkemistinn
Heilsuhótel Islands
Iceland Healthcare
Kvikmyndaver Atlantic Studios
LÍFEYRISSJÓÐUR
VERKFRÆÐINGA
Engjateigi 9, 105 Reykjavík | Sími: 575 1000, fax: 575 1001 | Vefsíða: www.lifsverk.is J Netfang: lifsverk@lifsverk.is
Lífeyrissjóður er:
• sparnaðurtil elliáranna
• trygging gegn áföllum
Réttindaöflun vel yfir lágmarki
Samþykktir Lífeyrissjóðs verkfræðinga kveða á um
réttinda öflun sem er langt yfir lágmarkskröfum
laga um starfsemi lifeyrissjóða:
Lífsverk Lágmark laga
Ellilífeyrir 71% 56%
Makalífeyrir 5 ár, 60% 2 ár, 50%
Örorkulífeyrir Við 40% örorku Við 50% örorku
Barnalífeyrir Til 19 ára aldurs Til 18 ára aldurs
Sérstaða Lífeyrissjóðs verkfræðinga:
• Aldurstengt réttindakerfi
• Sjóðfélagalýðræði
• Lágir lánavextir (3,7%)
• Sjóður háskólamenntaðra
• Lág örorkutíðni
• Góð laun
Inngönguskilyrði
Sjóðfélagar þurfa að hafa lokið 90 eininga BSc
háskólaprófi í verkfræði eða öðrum raungreinum,
meistaragráðu, doktorsgráðu eða samsvarandi
háskólagráðu í hvaða grein sem er. Þetta á m.a.
við um verkfræðinga, tæknifræðinga, lögfræðinga,
lækna, tannlækna, sjúkraþjálfara ofl. Hægt er að
sækja um aðild að sjóðnum á vefsíðu sjóðsins eða á
eyðublöðum á skrifstofu sjóðsins.