Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 33

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 33
Stærsta endurvinnsluverkefni ísiandssögunnar rið 2006 yfirgaf bandaríska varnarliðið varnarsvæðið við Keflavíkurflugvöll. I framhaldi af því var sérstakt félag, L Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco), stofnað til að hafa yfirumsjón með enduruppbyggingu og þróun svæðisins til borgaralegra nota. Meginmarkmið Kadeco er að eignum í umsýslu félagsins verði komið í not, á þann hátt að þær hafi jákvæð áhrif á nærliggjandi samfélag og að fram fari þróunarvinna er skapi nýja eftirspurn eftir eignum á svæðinu. I störfum Kadeco hefur því verið lögð mikil áhersla á nýja atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum með tilheyrandi áhrifum á atvinnu- og menntastig. Félagið sér um stefnumótun varðandi uppbyggingu og nýtingu svæðisins. Jafnframt sér Kadeco um og framkvæmir greiningu á nýjum tækifærum er kunna að skapast fyrir þróunarsvæðið eða einstakar eignir innan þess. I samræmi við áherslur í stefnumótun vinnur Kadeco síðan að markaðssetningu svæðisins og einstakra eigna, innanlands sem utan. Afrakstur af þróunarvinnu Kadeco er að nú eru nokkur afstærstu nýsköpunarverkefnum iandsins, þ.a.m. alþjóðlegt gagnaver, lcvikmyndaver, heilsu- tengd ferðaþjónusta og nýsköpun í mennta- og rannsóknauppbyggingu staðsett á svæðinu. I dag ber svæðið heitið Asbrú — samfélag fi'umkvöðla, frœða ogatvinnulífi. Því heiti er ætlað að beina sjónum að framtíðarhlutverki svæðisins í stað þeirra hlutverka sem svæðið gegndi áður sem varnarsvæði og herstöð. Á Islandi er ekki að finna nein dæmi um sambærileg verkefni við umbreytingu íyrrum herstöðvar. Verkefnið er fjölþætt, allt frá fasteignaþróun yfir í eflingu og uppbyggingu nýs samfélags. Verkefninu fylgja því miklar samfélagslegar slcyldur, meðai annars vegna þeirra hamfara er dundu yfir við brotthvarf Varnarliðsins þegar um 900 manns misstu vinnuna í einu vetfangi. I dag sjáum við glögglega áhrifin af brotthvarfinu í því mikla atvinnuleysi sem geisar á Suðurnesjum. Þar er mikil þörf á markvissri atvinnu-, mennta- og nýsköpunaruppbyggingu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur mótað stefnu um að skapa kraftmikið nýsköpunarsamfélag á Ásbrú með aðkomu frumkvöðla, menntastofnana og atvinnulífsins. Liður í því er að skapa einstaka aðstöðu og stuðning við frumkvöðla og nýsköpunarfýrirtæki. A Asbrú eru rekin frumkvöðlasetrið Eldey og fyrirtækjahótelið Eldvörp. Þar má finna allt frá litlum sprotafyrirtækjum upp í stærstu nýsköpunarverlcefni landsins. Þar er einnig menntafýrirtækið Keilir, sem er fýrsta þróunarverkefni Kadeco, og er því ætlað að skapa akademíska undirstöðu fýrir aðra uppbyggingu á svæðinu. Þá eru á Ásbrú háskólagarðar þar sem fólk í háskólanámi getur leigt rúmgóðar íbúðir og búa tæplega 1.800 manns þar. Auk þessa má nefna fjölda annarra spennandi verkefna á Ásbrú. Þar á meðal eru: Gagnavarslan Heilsuþorp Asbrúar Bryn Ballett Akademían Alkemistinn Heilsuhótel Islands Iceland Healthcare Kvikmyndaver Atlantic Studios LÍFEYRISSJÓÐUR VERKFRÆÐINGA Engjateigi 9, 105 Reykjavík | Sími: 575 1000, fax: 575 1001 | Vefsíða: www.lifsverk.is J Netfang: lifsverk@lifsverk.is Lífeyrissjóður er: • sparnaðurtil elliáranna • trygging gegn áföllum Réttindaöflun vel yfir lágmarki Samþykktir Lífeyrissjóðs verkfræðinga kveða á um réttinda öflun sem er langt yfir lágmarkskröfum laga um starfsemi lifeyrissjóða: Lífsverk Lágmark laga Ellilífeyrir 71% 56% Makalífeyrir 5 ár, 60% 2 ár, 50% Örorkulífeyrir Við 40% örorku Við 50% örorku Barnalífeyrir Til 19 ára aldurs Til 18 ára aldurs Sérstaða Lífeyrissjóðs verkfræðinga: • Aldurstengt réttindakerfi • Sjóðfélagalýðræði • Lágir lánavextir (3,7%) • Sjóður háskólamenntaðra • Lág örorkutíðni • Góð laun Inngönguskilyrði Sjóðfélagar þurfa að hafa lokið 90 eininga BSc háskólaprófi í verkfræði eða öðrum raungreinum, meistaragráðu, doktorsgráðu eða samsvarandi háskólagráðu í hvaða grein sem er. Þetta á m.a. við um verkfræðinga, tæknifræðinga, lögfræðinga, lækna, tannlækna, sjúkraþjálfara ofl. Hægt er að sækja um aðild að sjóðnum á vefsíðu sjóðsins eða á eyðublöðum á skrifstofu sjóðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.