Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 46
Mynd 1: Hámarks þrýstingur sprengingar sem fall aftíma
Markmiðið getur verið að auka þol bygginga og
rekstur gagnvart áföllum eða tryggja öryggi fólks
sem best, en það getur verið hluti af víðtækari
öryggisáætlun fyrir bygginguna eða svæðið.
Einnig geta sprengitæknilegar upplýsingar
verið upplýsingaveita fyrir slökkvilið og
björgunarsveitir svo að hægt sé að bregðast við
á viðeigandi hátt þar sem hætta er á sprengingu.
Þegar meta skal áhrif sprenginga þarf
að taka tillit til margra þátta; Greina þarf
sprengiefnið sjálft og aðstæður við flutning,
meðhöndlun og geymslu. Þessi atriði stýra
líkum á að sprenging verði og hversu öflug
sprengingin verður. Sprengihætta stafar ekki
eingöngu af sprengiefnum, heldur einnig af
brennanlegum gösum, vökvum og föstu efni.
Sprengingar eru ekki óalgengar í ýmsum iðnaði
og starfsemi. Með markvissu eftirliti, æfingum og
réttum búnaði er hægt að minnka líkur á því að
skaðlegur atburður verði, en einnig þarf að greina
afleiðingar atburðarins til að meta áhættuna.
I vissum tilvikum getur þurft að taka tillit til
afleiddra sprenginga, innan rýmis eða utan þess,
en þær geta til dæmis orðið af völdum ílcvilenunar
í kjölfar upphaflegu sprengingarinnar.
Mynd 3: Áhrifsprengingar í flurningum
Til að greina áhrifin skiptir mestu máli hvert
heildarmagn sprengiefnisins er en einnig þarf
að greina hvernig efnið hagar sér í því rými sem
springur. Ef rýmið er mikið aflokað getur það
leitt til þess að sprengingin varir lengur, þar sem
þrýstingsbylgjurnar endurkastast á milli veggja.
Höggbylgjan þarf þó ekki að hafa mikil áhrif
á mannvirkið, séu bylgjurnar stuttar. A mynd
1 sjást áhrif sprengingar sem fall af tíma, með
tímaskala upp á nolckrar millisekúndur.
Öll mannvirki eru viðkvæm fyrir yfirþrýstingi
eða þrýstisveiflum. Þol þeirra gagnvart sprengingu
er háð mótstöðu gagnvart þessum þáttum auk
þess sem þau eru mis þolin gagnvart höggi
(impúls) sprengingarinnar, en það er reiknað sem
heildi þrýstings yfir tíma.
Gler er t.d. hlutfallslega viðkvæmara fyrir
a) b)
Mvnd 2: Ábrif forms byggingar á afíeidingar sprengingar; a) aukning ábrifa, b) dreibng ábrifa
yfirþrýstingi á meðan t.d. stálmöstur eru næmari
fyrir hreyfanlegum þrýstingi. Nauðsynlegt er að
þekkja til eiginleika mannvirkja til að geta spáð
fyrir um þol þeirra gagnvart sprengingum.
Mannvirki má hanna til að þola betur áhrif
sprenginga. Efnisnotkun skiptir miklu máli,
en einnig form mannvirkis og útfærsla ýmissa
deililausna. Þannig geta viss form bygginga
aukið afleiðingar sprengingar verulega, en hægt
er að finna bestu lausnir með sprengitæknilegri
greiningu. Á mynd 2 má sjá dæmi um hvernig
form bygginga stýra áhrifum sprengingar, eftir
því hvort byggingin tekur höggið á sig eða dreifir
því af leið.
Gler í gluggum eru oftast veikasti hlekkurinn
þegar kemur að þoli mannvirkja gagnvart
sprengingum, þar sem þau brotna við lágan
þrýsting samanborið við aðra
hluta mannvirkis, eins og veggi
og súlur. Sprengingar í eða við
byggingar hafa valdið slysum
á fólki í mörg hundruð metra
fjarlægð frá byggingu vegna
glerbrota sem þjóta á miklum
hraða og þ.a.l. getur gler orðið stór
áhrifavaldur í heildar mannskaða
vegna sprenginga.
Oft er staðseting
sprengingarinnar þekkt stærð, en í
46 ...upp í vindinn