Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 25

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 25
Saga verkfræðináms við Háskóla íslands ( einn doktorsnemandi birtist í deildinni, oft útlendingar, og styrktn þær rannsóknir sem verða að vera undirstaða góðrar verkfræðimenntunar. Á 2007 árunum, þegar allt þjóðfélagið var komið á hvolf í taumlausri græðgi og óráðsíu, var erfítt að halda í nemendur að loknu BS prófí. Bankarnir sóttust eftir beztu nemendum deildarinnar vegna stærðfræðikunnáttu þeirra til að gera þá að fjármálamönnum. Framtíð verkfræðimenntunar og lokaorð Árið 2008 urðu miklar breytingar á stjórnskipan og starfsemi Háskóla Islands. Gömlu háskóladeildirnar voru lagðar niður og mynduð svoköllu fræðasvið með tiltölulega sjálfstæðri yfirstjórn. Má líkja þeim við sjálfstæða skóla undir regnhlíf háskólans, en slíkt fyrirkomulag tíðkast við mjög marga erlenda háskóla. Nokkar deilur urðu innan verkfræðideildar og raunvísindadeildar um skipan mála, en svo fór að lokum, að raunvísindin og verkfræðin voru sameinuð í hinu nýja verkfræði- og náttúruvísindasviði. Sviðinu er skipt niður í sex deildir. Þar eru verkfræðideildirnar þrjár, en tölvunarfræðin sameinaðist iðnaðar- og vélaverltfræðideild. Aðrar deildir eru jarðvísinda-, umhverfís- og lífvísinda-, og raunvísindadeild. Þannighöfðu hjónin, verkfræðin og raunvísindin, sem skildu vegna ósamkomulags 1985, náð saman aftur. Þeim sem þetta skrifar, hugnast vel sú breyting. Eg sá alltaf eftir raunvísindadeild eftir skiptin 1985, því að án traustrar undirstöðu raunvísindanna er verkfæðimenntun ein og sér innihaldslítil. I kjölfar þessara breytinga kom hrunið. I einni svipan gufuðu störf flestra verkfræðinga upp, sérstaldega í byggingariðnaði og hjá bönkunum. Hefur þetta leitt til þess, að mikil gróska er komin í meistaranámið. Nemendur halda nú áfram námi eftir BS próf, þar sem störf eru ekki lengur á hverju strái. Fyrir hrun var ástandið orðið þannig, að nemendur voru ,,grabbaðir“ af fyrirtækjum og bönkum strax efdr að prófum var lokið. Þá hefur doktorsnámið tekið mikinn kipp, og fjöldi nemenda stundar nú slíkt nám við verkfræðideildirnar, margir þeirra erlendir. Þannig er framtíðin nokkuð björt, en viðvarandi húsnæðisskortur og naumar fjárveitingar til starfseminnar eru þó áhyggjuefni. Á þeim 40 árum sem liðin eru, síðan verkfræði- og raunvísindadeild varð ein af höfuðdeildum Háskóla Islands, hafa orðið miklar og jákvæðar breytingar á íslenzku þjóðfélagi. Þær má aðallega rekja til þeirra fjölmörgu raunvísindamanna og verkfræðinga sem útskrifazt hafa frá deildinni. Fyrir 1970 voru einungis nokkrir tugir raunvísindamanna starfandi á Islandi og fáein hundruð verkfræðinga. Yfir 4000 vel menntaðir raunvísindamenn og um 2000 verlcfræðingar hafa haldið til starfa á þessum áratugum, útskrifaðir frá H.I. Það munar um minna í litlu þjóðfélagi. Stjórnvöld landsins virðast hins vegar ekki átta sig enn á því hvað borgar sig bezt til að tryggja áframhaldandi hagsæld og betra Island. Það verða verkfræðingar og náttúruvísindamenn sem munu leiða okkur inn í hagkerfi sjálfbærrar þróunar, en ekki stjórnmálamenn, lögfræðingar og fjármálafræðingar, þótt slíkir menn hafi einnig mikilvægu hlutverki að gegna í nútíma þjóðfélagi. Júlíus Sólnes OMEGA-3 FJÖLVÍTAMÍN STEINEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.