Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 63

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 63
Landeyjahöfn I 20 20 M 35 « ‘li 50 S0 60 6ð 70 {ktomatæj HrrOfm) ■ Ai=a/*4 5 4*415 ŒB 3.5' * r~: 3-35 Ll 25- 3 B1.5- 2 1-13 mm o- 1 ÉB fc«tw. o N Hs (m) ■I Above 8 m 7-s E3 6-7 ~ 5-6 □ Bclow 1 Afyntl 1. Öldufar ísuðvesan árcum við Vestmanmeyjar og Bakkaíjöru (til vinstri). (Litirnir sýna ölduhæðirþar sem raucc er hæst en Ijósc lægsc). Öldurós áranna 1979 -2004 á stað suðvestan við Vescmannaeyjar (63°N, 21°V) sýnir ríkjandi suðvestan ölduáttir (til hægri). Einnig sést hlutfallsleg skipcing eftir ölduhæð. var margt sem benti til að þetta væri tæknilega framkvæmanlegt. Bakkafjara er í skjóli af Vestmannaeyjum og ríkjandi ölduáttir eru að suðvestan um 60% af tímanum. Loftmyndir sýndu að ströndin hafði lítið breyst í hálfa öld. Kostnaður var áætlaður um 6-8 milljarðar með nýrri ferju. Rekstrarkostnaður ferju yrði lægri en Herjólfs en rekstrarkostnaður hafnar, og þá sérstaklega vegna viðhaldsdýpkunar, yrði hærri. Ókostur við þessa tillögu var að frátafir yrðu meiri en í hinum tillögunum þar sem fella þyrfti niður ferðir vegna ölduhæðar. Niðurstaðan var að hagkvæmasti kosturinn væri að byggja höfn á Bakkafjöru. Sumarið 2006 skipaði samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, stýrihóp sem myndi leggja heildstætt mat á höfn á Bakkafjöru. Sú nefnd skilaði af sér skýrslu vorið 2007 þar sem mælt var með að hefja framkvæmdir. I ágúst sama ár tók þáverandi samgönguráðherra, Kristján L Möller, ákvörðun um að ráðast í framkvæmdina. Aðstæður við Bakkafjöru Sandrif liggur úti fýrir allri sandfjörunni á suðurströndinni milli Þjórsár og Markarfljóts. Undan Bakkafjöru er fjarlægðin út að rifinu um 900 metrar. Ölduhæð við ströndina er lægst undan Bakkafjöru þar sem hún er í vari af Vestmannaeyjum. Aldan brotnar á sandrifinu í mildum brimum og aftur upp við ströndina. Efnisburður meðfram suðurströndinni á þessu svæði er minnstur undan Bakltafjöru og gildir það bæði eftir sjálfu sandrifinu og eins eftir fjörunni. Dýpi á sandrifinu er að jafnaði 2—4 m en sums staðar myndast á því „hlið“ þar sem dýpi er meira. Skýringin er sú, að aldan sem brotnar á rifinu dælir sjó inn fyrir rifið þannig að sjávarstaðan þar verður hærri en á sjónum fyrir utan rifið. Við það myndast þrýstingsmunur sem aftur veldur því að sjórinn reynir að finna farveg „hlið“ í gegnum rifið. Sjórinn fer út þar sem mótstaðan er minnst á rifinu eða þar sem ölduhæðin er lægst. Yfirleitt færast „hliðin“ til á sandrifinu en undan Bakkafjöru er „hlið“ sem er ávallt á sama stað en breytilegt í lengd og dýpt. Dýpi hliðs undan Bakkafjöru er á bilinu 5-8 m og lengd þess frá 500 til 2000 m. Yfirlit yfir helstu rannsóknir vegna Landeyjahafnar Haustið 2000 samþykkti Alþingi tillögu um að samgönguráðherra feli Siglingastofnun Islands að hefja rannsóknir á ferjuaðstöðu á Bakkafjöru. Fyrsta dýptarmælingin undan Bakkafjöru var gerð í október 2002. Síðan hefur verið dýptarmælt oft á ári. Öldudufl hefur verið úti af Surtsey samfellt síðan í september 1987. Öldumælingar við Bakkafjöru hófust í nóvember 2003 og er ölduduflið staðsett um tvo km vestan við innsiglingarlínuna á 28 m dýpi. • Botnsýnum var safnað undan Bakkafjöru, í óseyrinni undan Markarfljóti og í fjörunni. • Orkustofnun reiknaði dagsmeðalrennsli Markarfljóts fyrir tímabilið 1961 fram á mitt ár 2003. • Jarðfræðistofan Stapi vann að rannsóknum á stórgrýti til hafnargerðar í Bakkafjöru og fannst stórgrýti á Hamragarðsheiði. • Dýptarmælingar framkvæmdar af Siglingastofnun. • Líkantilraunir af ferjuhöfninni stóðu yfir frá nóvember 2005 fram í mars 2006 í líkanstöð Siglingastofnunar. • Efnisburðarannsóknir fóru fram frá haustinu 2005 og fram á mitt ár 2007 og verið haldið áfram síðan, en aðalráðgjafi var Danmarks Hydraulisk Institut (DHI). • Áhættugreining á siglingu ferju til Bakkafjöru í samanburði við siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar var gerð af Det Norske Veritas. • Mat á samfélagsáhrifum af byggingu Landeyjahafnar var unnið af Háskólanum á Bifröst. • Umferðarmat með tilkomu nýrrar ferju var unnið af Vífli Karlssyni í Háskólanum á Bifröst. • Þarfagreining nýrrar ferju var unnin af Navís ehf. • Danska verkfræðistofan COWI var fengin til að leggja mat á frumhönnun ferjuhafnar, rannsóknir og rannsóknaskýrslur, sem gerðar voru vegna undirbúnings hafnargerðar í Bakkafjöru. • Jarðfræðirannsóknir unnar af Siglingastofnun, Jóni Skúlasyni ofl. • Landgræðsla ríkisins rannsakaði möguleika á uppgræðslu Bakkafjöru. Líkantilraunir Til að takast á við þetta verkefni hefur Siglingastofnun íslands þróað líkantæknilega aðferðafræði við siglingu skipa í gegnum brim, sem byggir m.a. á reynslu á siglingu fiskiskipa í innsiglingu til hafnanna á Hornafirði, 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.