Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 11

Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 11
1937 og var þá lengsta hengibnl heirns allt til ársins 1964. Brúin er gerð úr stáli og er tæplega 1,3 km löng, 230 m há og hún hönnuð af Joseph Strauss, Irving Morrow og Charles Ellis. Þann 16. maí flugum við til Mexíkóborgar en Hörn kennari ílaug heim til Islands. Mexíkóborg er mjög óhrein borg. Fyrir utan íbúðina okkar var rosalega stór og falleg verönd með brunni (reyndar vatnslausum) í miðjunni. Veröndin var lokuð frá götunni með risastóru hliði svo skíturinn fyrir utan truflaði okkur ekki. Einn daginn var mesta rigning sem ég hef upplifað. Var skemmtilegt að finna muninn á loftinu í borginni eftir regnið en loftið batnaði verulega. í Mexikóborg skoðuðum við meðal annars Mannfræðisafnið í Mexikó þar sem hægt að berja augum upprunalega sólarsteininn og fræðast um uppruna indjána þar í landi svo eitthvað sé nefnt. Fimmtudaginn 21. maí lá leið okkar til strandbæjarins Playa del Carmen þar sem við sleiktum sólina og fórum í vatnagarðinn Xel-Há þar sem við snorkluðum, stungum okkar af stökkpöllum og lágum í hengirúmum. Tel ég að það hafi verið hápunktur ferðarinnar. Eg mæli eindregið með þessum garði fyrir þá sem ferðast til Playa del Carmen eða nágrennis. Einnig fórum við í ferð til Chichen Itza þar sem skoða má rústir borga Maya indjána. Þann 27. maí var svo komið að lokaáfangastað ferðarinnar, Púertó Ríkó. Þar byrjuðum við á því að gista inni í miðjum frumskógi. Þar heimsóttu okkur meðal annars stærstu kakkaiakkar sem ég hef séð ásamt litlum krúttlegum eðlum. Við lærðum að opna kókoshnetur með stein einan að vopni og fórum á kajökum í Bio Bay en þar lifa lítil svifdýr sem lýsa upp sjóinn þegar hann er hreyfður, ólýsanleg upplifun það! Seinni hluta ferðar okkar í Púertó Ríkó var dvalið í höfuðborginni San Juan áður en ferðinni lauk þann 2. júní. Þaðan héldu 5 ferðalangar til íslands en tveir héldu áfram til New York. Ferðinni er vart hægt að lýsa í orðum en við lentum í ýmsum ævintýrum, þar á meðal týndust tveir farsímar en þeir fundust sem betur fer báðir stuttu Mynd I. Horft yfir Golden Gate brúna í San Fransisco. síðar. Hluti hópsins var stoppaður af spilltum lögreglumönnum í Mexíkóborg, ég var bitin af könguló og endaði á 5 daga lyfjameðferð, við sungum úr okkur lungun í Karióki og margt, margt fleira. Takk, samferðalangar mínir, fyrir frábæra ferð sem ég mun aldrei gleyma. Vil ég óska þeim nemendum, sem fara í sína ferð núna í vor, innilega góðrar ferðar!

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.