Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 27

Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 27
Niðurstöður umferðarspár Niðurstöður umferðarspárinnar til ársins 2040 sýna m.a. að verði ferðavenjur óbreyttar frá því sem er í dag fjölgar bílferðum á höfuðborgarsvæðinu um 37%. Breytist hins vegar ferðavenjur í takt við markmið svæðisskipulagsins fjölgar ferðum um 17%. Af þessu leiðir að miðað við óbreyttar ferðavenjur eykst heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu um 2,3 milljón km á sólarhring frá árinu 2012 eða um 54%. Miðað við forsendur um breyttar ferðavenjur eykst heiidarakstur um 1,6 milljón km eða um 37%. í töflu 1 eru teknar saman helstu niðurstöður ailra sviðsmynda umferðarspárinnar. Niðurstöður sýna að að breytingar á ferðavenjum hafa nokkuð meira vægi en auknar framkvæmdir í því að draga úr umferðarálagi. Heildarta- fir í gatnanakeríinu verða minni við lágmarksframkvæmdir og breyttar ferðavenjur (spátilfelli 2) heldur en við allar framkvæmdir og óbreyttar ferðavenjur (spátilfelli 3). Það tilfelli sem kemur verst út er tilfelli 1, sem er í raun „status quo“ ástand og miðast við óbreyttar ferðavenjur og lágmarksframkvæmdir. Aukning á heildarferðatíma vegna umferðartafa og álags er þar rífiega 250% hærri en fyrir árið 2012 og meðaltöf pr. hverja ferð er i ,30 mínútur í stað 0,7 mínúta árið 2012. Ef ekkert verður að gert má því gera ráð fyrir því að ferðatími þeirra sem ferðast á einkabílum hafi aukist verulega árið 2040 og ástand á mörgum stofnbrautum orðið óásættanlegt. Ef borin eru saman tilfelli 1 og 3 annars vegar og tilfelli 2 og 4 hins vegar má sjá að breyting ferðavenja virðist mun áhrifai íkari leið til að draga úr mögulegum umferðartöfum, heldur en ef gert er ráð fyrir öllum framkvæmdum. Að lokum er vert að benda á að tilfelli 4 sýnir að til að umferðarálag verði svipað því sem það er í dag þarf bæði að ráðast í allar framkvæmdir og breyta ferðavenjum. Af þessu má sjá að umferðariíkanið veitir mikilvægar upplýsingar í alia áætlanagerð um þróun þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu. Hcimildaskrá [1] Umferðarspár 2030 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2010. Unnið afVSÓ Ráðgjöf fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, nóv. 2012. [2] Höfuðborgarsvæðið 2040. fylgirit 9 - skipulagstölur og umferðarspá. Unnið af VSÓ Ráðgjöf fyrir Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, júní 2015. Þríhnúkagígur, Klettaskóti, Kringsjá skole landslagshönnun, undirgöng undir Vesturlandsveg, verðmat lands, umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, stækkun flugstöðvar, mat á umhverfisráhifum, staðarval fimleikahúss í Kópavogi, Jessheim kirke framkvæmdaeftirlit, jarðtækni, svæðisskipulag Suðurnesja, hótel Marina, hörðnunarhraði steypu, Borstad idrettsomráde, kortlagning gististaða, aðveitustöð á Akranesi, vörugeymslur, hjúkrunarheimilið Eyri á ísafirði, fráveita á Siglufirði, öryggis og neyðaráætlanir, hjúkrunarheimili í Hamar kommune, kortlagning umferðarhávaða, byggingarstjórn Fjölbrautarskóla Mosfellsbæjar, landmælingar, Betri hverfi í Reykjavík, Lygna skisenter öryggis- og heilsuáætlun, Skóli í Úlfarsárdal, Nýr Landspítali, umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar... Og lengi má áfram telja. VSÓ hefur unnið að fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum undanfarin 58 ár og mun halda því áfram. VSÓ RÁÐGJÖF STOFNAÐ 1958

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.