Upp í vindinn - 01.05.2016, Side 43
og áður segir er flugvöllurinn búinn
tveiniur flugbrautum; asustur/vestur-
flugbraut og norður/suður. Brautirnar
nýtast við nánast öll veðurfarsleg
skilyrði og eru nógu langar og
breiðar til að geta tekið á móti
öllum tegundum flugvéla. Norður/
suður-brautin er notuð í u.þ.b. 65%
tilfella og er lagt til í Masterplani
að gera ráð fyrir flugbraut samsíða
henni til þess að auka afkastagetu
flugbrautakerfisins.
Með tilkomu nýrrar flugbrautar í
söntu stefnu verður hægt að taka
á loft og lenda á tveimur brautum
án þess að þær hafi áhrif hvor á
aðra. Ný fiugbraut er staðsett norð/
vestan megin við flugstöð og í
nálægð við flughlað til þess að stytta
akstursvegalengdir flugvéla og
draga þannig úr umhverfisáhrifum.
Flugbrautin er 2,5 km löng og 45
m breið en núverandi brautir eru 3
km og 60 m og er því hægt að taka
á móti öllum stærðum og gerðum
af flugvélum á Keflavíkurflugvelli.
Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir
nýja fiugbraut þegar hreyfingar á
flugvellinum verða orðnar 40-50 á
klst. I dag eru á háannatímum um
22 hreyfingar á klst. en mest hafa
29 hreyfingar átt sér stað á sama
klukkutíma á Kefiavíkurflugvelli.
Ný flugbraut er afar kostnaðarsamt
isavia
mannvirki og verður ýmsum leiðum
beitt samkvæmt Masterplani til þess
að fresta þeirri framkvæmd eins
lengi mögulegt er.
Aðferðir í ílugumferðarstjórn er hægt
að bæta til þess að afgreiða íleiri
flugvélar við flugtök og lendingar en
sömuleiðis er hægt að fara í aðgerðir
til þess að auka flæði um flugvöllinn
áður en til nýrrar flugbrautar kæmi.
Svokallaðar Rapid Exit Taxiways
(RET) eru afreinar af flugbrautum
sem bjóða upp á að flugvélum sé
ekið út af flugbraut í stað þess að
aka brautina á enda. Gert er ráð
fyrir fjórum RET, tveimur á hvorri
braut, sem liðum í því að seinka
framkvæmd við nýja flugbraut.
Flugstöð
Umferð um Keflavíkurflugvöll
hefur vaxið gríðarlega undanfarin
ár. Rúmar 2 milljónir farþega fóru
um flugvöllinn árið 2010 og tæpar 5
milljónir 2015. Gert er ráð fyrir að
um 6,7 milljónir farþega muni fara
um flugvöllinn árið 2016. Aukning
af þessari stærðargráðu veldur miklu
álagi á alla innviði flugvallarins.
Flugstöðin er þar engin undantekning
og líklega það mannvirki sem verður
fyrir mestum áhrifum af aukningunni.
Mögulegir flöskuhálsar í flugstöð
eru margir, enda um mjög flókna
og tæknilega byggingu að ræða.
Masterplan Keflavíkurílugvallar
tekur frá svæði fyrir ákjósanlegustu
þróun flugstöðvarinnar með lágmarks
tilliti til nærliggjandi mannvirkja.
Til þess að þróun flugstöðvarinnar
og flugvallarins verði með hag
starfseminnar að leiðarljósi þarf
að nálgast viðfangsefnið með
því sjónarmiði. Uppbygging
flugstöðvarinnar mun miða að
því að halda gönguvegalengdum
stuttum fyrir farþegann og að
halda þjónustustigi í hámarki.
Mikilvægt er að viðhalda nálægð
við verslunarsvæði og huga að öllu
aðgengi vegna framkvæmdarinnar
sjálfrar á uppbyggingartíma.
Mörg verkefni eru í gangi á
Keflavíkurflugvelli þessa stundina
og mörgum hefur verið lokið nýlega
til þess að bæta þjónustu og auka
flæði uin flugvöllinn. Framundan
eru risastór, spennandi verkefni
við stækkunarframkvæmdir
flugstöðvarinnar og nýjar byggingar
til þess að anna farþegatjölgun
til framtíðar. Ferðaþjónustan
er sívaxandi atvinnugrein á
íslandi og til þess að geta haldið
áfram á þeirri vegferð að fjölga
ferðamönnum til íslands og efla
millilandaflug um Keflavíkurflugvöll
verður að bæta innviði. Stækkun
Keflavíkurflugvallar er þar lykilatriði
og verður mikil þörf fyrir hönnuði til
þess að koma að þessari uppbyggingu
næsta áratuginn.
www.isavia .is/masterplan
Hönnuðir masterplans Keflavíkurfiugvallar
voru Nordic Ojflce of Architecture frá
Noregi. Þeim til aðstoðar voru Cowi A/S
frá Danmörku og Alta ráðgjöf(IS).
43