Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 47
Er mikil fjölbreytni ístarjinu?
Verkefni efnahagsáhættudeildar
eru mjög fjölbreytt og krefjandi en
deildin sér um alla helstu útreikninga
og líkanagerð bankans. Ekki er
um regluleg ferðalög að ræða en
starfsmenn deildarinnar sækja þó
námskeið og ráðstefnur erlendis
þegar við á, enda mikið af verkefnum
deildarinnar sambærileg því sem
bankar um allan heim eru að gera.
Hvaða grunngráðu kláraðir
þú og hvenœr?
B.Sc. í umhverfis- og byggingar-
verkfræði frá Háskóla íslands 2004.
Hvert fórstu íframhaldsnám og
um hvað fjallaði meistara- ogteða
doktorsverkefnið þitt?
Ég útskrifaðist með M.Sc. gráðu í
umferðarverkfræði frá TU Delft í
Hollandi árið 2008. Lokaverkefnið
fjallaði um hermun umferðar út frá
GPS gögnum í rauntíma.
Við hvað starfar þú ídag?
Ég starfa sem umferðarverkfræðingur
á verkfræðistofunni Eflu á Akureyri.
Hvert er eftirminnilegasta/
skemmtilegasta verkefni sem þú
hefur unnið að síðan þú
laukst námi?
Það skemmtilegasta við starfið er
fjölbreytt verkefni og það hversu
rnikið nýtt maður lærir í hverri viku.
Líkanagerðin er eitthvað sem heillar
mig mjög mikið þar sem hlutirnir eru
oft settir í stærra samhengi.
Rúna Ásmundsdóttir
Umferðarverkfræðingur
Er mikil fjölbreytni ístarfinu?
Verkefnin eru mjög fjölbreytt og
skemmtileg. Kosturinn við að vinna í
litlum bæ eins og Akureyri er einmitt
að þar þarf maður að geta stokkið
í alls konar ólík verkefni meðan á
stærri stöðum er sérhæfingin kannski
meiri en verkefnin einsleitari.
Hvert er eftirminnilegasta/
skemmtilegasta verkefni sem þú
hefur unnið að síðan þú laukst
námi?
Mér finnst öll verkefni sem tengjast
umferðaröryggi og skipulagsmálum
skemmtileg og áhugaverð. Síðan
ég fiutti til Akureyrar árið 2011 hef
ég komið að ýmsu hér í mínum
heimabæ tengt umferðar- og
skipulagsmálum sem mér finnst
sérstaklega skemmtilegt.
Hvernig hefur þróunin á þínu
sérsviði verið?
Mikil þróun hefur átt sér stað
í sambærilegum deildum eftir
bankahrunið 2008 og mikið af
kröfum sem bankinn þarf að uppfylla
hafa orðið til vegna nýrra reglugerða
hjá Evrópusambandinu.
Hvernig hefur þróunin á þínu
sérsviði verið?
Mikilvæg þróun í mínu
starfi undanfarin ár er aukin
umhverfisvitund almennings.
Síðastliðin ár hafa t.d. orðið
mjög miklar framfarir á sviði
umhverfisvænna orkugjafa, sem er
að mínu mati spennandi málefni.
Einnig hefur færst gríðarlega í
aukana að fólk noti hjólreiðar
sem samgöngumáta og áhersla á
uppbyggingu slíkra innviða hefur
aukist mikið. Þá er heimabær minn,
Akureyri, í örum vexti með fókus á
umhverfismál. Það verður því gaman
að fá að taka þátt í uppbyggingu og
skipulagi hans í framtíðinni.
47