Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 49
Upplýst og
sveigjanleg
rafmagnsnotkun
Fyrir næstum fimm árum
útskrifaðist ég úr umhverfis- og
byggingarverkfræði frá Háskóla
íslands og tveimur árum seinna
sem orkuverkfræðingur frá ETH í
Zurich. Þá hafði ég eytt tveimur árum
í að kynnast orkukerfum Evrópu,
mörkuðum og vandamálum.
Rétt fyrir útskrift sátum við nokkrir
skólafélagar og ræddum um
rafvæðinguna sem fer nú fram á
Indlandi og hversu mikið tækifæri
það er að hafa milljónir nýrra
rafmagnsnotenda. Einstaklinga sem
hafa enga fyrri reynslu af rafmagni.
Hvernig myndum við kynna rafmagn
fyrir fólki í fyrsta skiptið? Hvernig
myndum við byggja upp orkukerfið
ef við gætum byrjað frá grunni?
Við urðum ásáttir um að einn
mikilvægur þáttur, og þáttur sem
verður mikilvægari með degi
hverjum, er sveigjanleiki notenda.
Nú þegar við reiðum okkur meira
og meira á endurnýjanlegar en
sveiflukenndar orkulindir, svo sem
sól og vind, þá væri hjálplegt ef
notkun myndi elta náttúrulegar
sveiflur orkuuppsprettanna. Alag á
kerfið myndi jafnast út og þörf fyrir
orkugeymslu og hefðbundin orkuver
myndi minnka. Annar mikilvægur
þáttur er að upplýsa notendur í
rauntíma um hvernig orkukerfið
virkar og hvaðan rafmagnið kemur.
Notendur sem hafa meiri upplýsingar
um orkukerfið nota minni orku,
þeir geta einnig fært orkunotkun
sína að þeim klukkustundum þegar
orkuframleiðsla er grænni.
Fyrstu skref Shared
Electric
Smám saman tóku þessar samræður
á sig mynd og í byrjun árs 2014 var
fyrirtækið Shared Electric stofnað um
þá hugmynd að hafa orkukerfi þar
sem áhersla er lögð á upplýsingagjöf
og þátttöku (sveigjanleika) notenda.
Til þess að þróa og prófa þessa
aðferð fengum við styrk frá Climate-
KIC sem er hluti af Horizon 2020,
evrópsku verkefni gegn losun
gróðurhúsalofttegunda.
f maí 2014 fórum við til Indlands og
settum upp lítið rafvæðingarverkefni
í Balangir í Odisha. Lítið þorp var
rafvætt með búnaði sem upplýsti á
einfaldan hátt notendur um hversu
Karl Njálsson
Framkvæmdastjóri og stofnandi
Shared Electric
gott væri að nota rafmagn á hverri
stundu, þ.e. um álagið á kerfinu. Við
settum upp samvinnuverkefni með
háskólum á svæðinu og tryggðum
okkur samstarfssamning við stórt
orkufyrirtæki. Fljótlega breyttist þó
eignarhald þess orkufyrirtækis og við
urðum að snúa okkur annað.
Framtíð sólarorku á
Indlandi
í lok árs 2014 gaf nýr forsetisráðherra
Indlands, Narendra Modi, út
metnaðarfullt loforð um að setja upp
100 GW af sólarorkuverum fyrir
2022. Stór hluti þeirra sólarorkuvera
myndi vera í formi sólarrafhlaðna
á þökum venjulegra húseigna
sem yrðu tengdar við orkukerfið.
Húseigendur fengju svo greiðslu fyrir
orkuframleiðslu sína.
Þarna sáum við tækifæri. í stað þess
að fara gegnum orkufyrirtækin og
sannfæra þau um nýjar aðferðir
þá myndum við upplýsa þessa
áhugasömu húseigendur um
orkuframleiðslu sólarrafhlaðna
þeirra og orkunotkun húsa þeirra í
rauntíma. Þetta myndi vera skref í