Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 53
• •
Oskugos ogflug
í Evrópu
Greining á samstarfi
hagsmunaaðila með sviðsmyndum
Uta Reichardt Guðrún Pétursdóttir
Doktorsnemi í Umhverfis- Dósent og forstöðumaður
og auðlindafræði Stofnunnar Sæmundar fróða
Guðmundur Freyr Ulfarsson
Prófessor og deildarforseti við
Umhverfis- og byggingarverk-
fræðideild
Truflun á flugi í einum heimshluta
getur haft víðtæk fjárhagsleg og
samfélagsleg áhrif víða um heim.
Eyjafjallajökuisgosið í apríl 2010
var dæmi um þetta þar sem meira
en 100,000 flug voru felld niður og
áætlað efnahagstap á heimsvísu var
um 5 milljarðar Bandaríkjadollara.1
Ljóst er að öskugos munu áfram eiga
sér stað og því er mikilvægt að vera
vel undir þau búinn. I þessu verkefni
var kannað hvernig fluggeirinn er
undirbúinn undir annað öskugos.
I rannsókninni er kannað hvernig
áhættustjórnun og áætlanagerð
evrópska fluggeirans hefur þróast
frá gosinu í Eyjafjallajökli 2010.
Rannsóknin er hluti af evrópsku
rannsóknarverkefni sem kallast
ENHANCE og fjallar um
samstarfsnet hagsmunaaðila í
náttúruhamförum.2 Ýmsum aðferðum
er beitt til að greina samstarf og
samskipti milli hagsmunaaðilanna.
Tekin voru viðtöl við sérfræðinga
og einnig var sett upp vinnustofa
þar sem hagsmunaaðilar unnu
með sviðsmyndir af mismunandi
öskugosum til þess að finna veikleika
og styrkleika og stinga upp á
leiðum til að bæta undirbúning og
framkvæmd viðbragða.
Sviðsmyndir náttúruhamfara
Síðasta gos í Eyjafjallajökli hafði
mikil áhrif á flugumferð. Þetta gos
var hins vegar ekki sérstaklega stórt
miðað við eldgos hér á landi.3 Eldgos
á íslandi geta bæði staðið lengur
og styttri gos geta einnig valdið
mun meira öskufalli. Taka þarf tillit
til slíkra möguleika þegar gerðar
eru áætlanir um áhrif öskugosa á
flugumferð. Rannsóknarhópurinn
notaði söguleg gögn og upplýsingar
frá eldfjallafræðingum til að setja
fram tvær sviðsmyndir um verulega
stærri atburði en Eyjafjallagosið
2010. Sviðsmyndirnar voru notaðar
til að rannsaka hvernig samstarf
og samskipti hagsmunaaðila í
fluggeiranum virka þegar brugðist er
við miklu öskugosi.
Eldfjallastöð Yeðurstofunnar í
Lundúnum (London Volcanic Ash
Advisory Center) hefur sett fram
líkan um öskudreifingu sem kallað er
NAME og var það notað til að herma
dreifingu ösku í sviðsmyndunum.4
Miðað var við veðrið í apríl 2010, en
þau veðurskilyrði voru sérstaklega
slæm þar sem vindátt olli því að mikil
aska barst til Evrópu. Hugbúnaður í
Python forritunarmálinu var notaður
til að meðhöndla niðurstöðurnar og
búa til spákort um öskudreifingu í
llughæð 200 (flight level 200, sem
þýðir 20,000 fet).
Fyrri sviðsmyndin lýsir nýju
Eyjafjallajökulsgosi með miðlungs
öskumyndun sem svipar til síðasta
goss nema hvað það stendur yfir í 24
vikur, eða fjórum sinnum lengur en
gosið 2010. Ekki er gert ráð fyrir að
gosið sé samfellt allan þennan tíma,
en þó sé öskumyndun á nokkurra
daga fresti allan tímann. Það verða
því endurteknar truflanir á flugumferð
í nokkra daga í senn yfir fimm
mánaða tímabil. Þessi sviðsmynd
prófar hvernig hagsmunaðilar takast
á við langt tímabil þar sem stanslaust
þarf að fara fram áhættugreining
og viðbragðsáætlun þarf að vera
viðvarandi. Mynd 1 sýnireina
hermun á öskudreifingu í fimm daga
eftir sólarhrings gos í Eyjafjallajökli.
53