Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 58

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 58
Viðtal við Kristínu Soffíu Jónsdóttur Sunna Mjöll Sverrisdóttir BS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði Þaö er ekki algengt að verkfræðingar kjósi að starfa í pólitík en Kristín Soffía Jónsdóttir er einn þeirra. Kristín stundaði meistaranám í samgönguverkfrœði við Háskóla íslands þegar hún tók sæti í borgarstjórn þar sem hún situr enn fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Við settumst niður með Kristínu sem sagði okkur frá starfi sínu í borgarstjórn, draumnum um græna borg án flugvallar og hvernig nikotínþörf og verðtryggingin varð til þess að hún slysaðist út ípólitík. Kristín telur að miklu fleiri verkfræðingar mættufara ípólitík og hún vill að fleiri íslendingar fái tækifœri til að sleppa einkabílnum. Námið Kristín Soffía hóf nám í umhverfis- og byggingarverkfræði árið 2007 en það voru helst grunnvatnsrannsóknir og sorp sem heilluðu hana inn í námið. „Ég hafði alltaf mjög mikinn áhuga á rusli og úrgangsmálum, ég hafði hvorki áhuga á samgöngum né burðarþoli þegar ég byrjaði en það breyttist fljótt. Ég átti alls ekki von á því að mér þættu samgöngurnar skemmtilegastar og hvað þá biðraðafræði í kringum bílastæði.” Kristín segir deildina hafa verið ákaflega lifandi og skemmtilega. Það segir hún megi rekja til þess að ákveðin kynslóðaskipti voru að eiga sér stað í deildinni. s „Eg hafði alltaf mjög mikinn áhuga á rusli og úrgangsmálum, ég hafði hvorki áhuga á samgöngum né burðarþoli þegar ég byrjaði en það breyttist fljótt.“ Hún segir Sigurð Magnús, Hrund og Guðmund öll hafa verið tiltölulega nýbyrjuð og að skemmtilegur andi hafi verið í deildinni. „Þau voru svo spennt að kynna sitt og mér fannst ég umkringd áhugaverðu fólki sem var allt brjálæðislega fært á sínu sviði og tilbúið að deila þessu öllu með okkur nemendunum. Þau voru alltaf að hvetja okkur til að fara út í einhver sérverkefni." Pólitíkln Aðspurð hvernig hún endaði í pólitík segir Kristín það eiga sér langa sögu. „Ég var alltaf pólitískt barn með mjög sterkar skoðanir. Síðan þegar R-listinn var að bjóða fram lista 1994 þá fékk vinkona möminu mig til að bera út mikið af blöðum fyrir R-listann. Ég átti að fá 8 bíómiða og ætlaði að bjóða öllum stelpunum í bekknum í bíó og var ógeðslega spennt fyrir því. Ég bar þetta blað út í allar Hlíðarnar en fékk aldrei neitt greitt fyrir.“ Eftir þetta atvik lauk afskiptum Kristínar af pólitík í næstum 20 ár. „Ég sagði bara skilið við pólitík þar sem ég fékk ekki þessa bíómiða, þetta fólk var bara svikarar og tækifærissinnarsegir Kristín og brosir út í annað. Þetta breyttist ekki fyrr en haustið 2008 þegar ísland hrundi og Kristín hætti að reykja. „Ég var nýhætt að reykja, alltaf ótrúlega pirruð og til að vinna úr þeirri gremju fór ég mikið út að hlaupa með vinkonu minni. Við hlupum meðfram Sæbrautinni, framhjá bönkunum og fjármálaturnunum og öskruðum svo á friðarsúluna í Viðey til að fá útrás. Við vorum reiðar út í allt.“ Kristín segist hafa verið sérstaklega reið yfir verðtryggingunni þar sem hún keypti sér íbúð á 100% lánum árið 2004. Á þessum tíma kenndi hún dæmatíma 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.