Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 59

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 59
í stæröfræði samhliða náminu. „Ég lét krakkana í dæmatímanum mínum reikna út hvað yrði um lánin og sýndi þeim að allt væri að fara til fjandans. „Ég lét krakkana í dæmatímanum mínum reikna út hvað yrði um lánin og sýndi þeim að allt væri að fara til fjandans.“ Einhvern daginn var ég í vondu skapi yfir þessu öllu og geng framhjá Kaffibarnum og langaði ótrúlega mikið að kíkja inn og fá mér bjór og sígó senr ég gat auðvitað ekki. Þá ákveð ég að hringja í pabba í staðinn og ranta við hann í símann. Hann segir mér að það sé fundur hjá Samfylkingingarfélaginu í Reykjavík um verðtryggðu lánin. Ég fer því á þennan fund, strunsa inn og held eldræðu um hvað verðtryggðu lánin séu að fara að fokka öllu upp.“ Eftir fundinn hafði Dagur samband við Kristínu sem leiddi til þess að hún tók sæti á lista í borgarstjórnarkosingum 2010. Finnst þér námið nýtast þér vel í starfi? Kristín segir verkfræðinámið nýtast á hverjum degi í störfum hennar í borgarstjórn og hinum ýmsu nefndum. Kristín er meðal annars varaformaður Strætó bs., stjórnarformaður í Faxaflóahöfnum og situr í Bflastæðanefnd og Heilbrigðisnefnd. Hún finnur fyrir miklu trausti í starfi þar sem hún er verkfræðimenntuð. „Þú getur farið til læknis og „google-að“ allt sem hann segir. En þegar einhver kemur og segir þér að beygjuradíusinn á einhverri götu eigi að vera svona þá treystir fólk því bara, það efast fáir um það sem verkfræðingar segja.“ Því segir Kristín það vera mikilvægt að hafa fólk í borgarstjórn sem getur metið þær lausnir sem berast. Hún segir að þær lausnir sem berist séu langt frá því að vera alltaf hagkvæmustu og bestu lausnirnar og því mikilvægt að hafa þróað með sér gagnrýna hugsun. „Við erum að taka stórar ákvarðanir um að byggja gasgerðarstöð í Sorpu eða gera stórar breytingar í gatnakerfinu; á að byggja mislæg gatnamót eða ekki? Við erum stærstu eigendur Orkuveitunnar og Faxaflóahafna og rekum Strætó. Þetta eru allt saman mjög tæknileg verkefni og mín menntun nýtist mér endalaust í starli. Ég mundi ekki bjóða í það að vera í þeim hlutverkum sem ég er í í pólitíkinni og eiga að geta nryndað mér skoðun á öllu þessu og tekið upplýstar ákvarðanir fyrir hönd borgarbúa þegar kemur að stórum fjárhæðum ef ég hefði ekki þessa menntun og þennan tæknigrunn.“ Kristín segir að miklu fleiri verkfræðingar mættu fara í pólitík þar sem verkefnin séu mjög tengd verkfræðináminu. Pólitískur ágreiningur Aðspurð um hvort að það geti verið þreytandi að góðar hugmyndir fái ekki að líta dagsins ljós vegna pólitísks ágreinings segir hún það að sjálfsögðu vera. „Stundum líður mér eins ég sé að berjast við vindmyllur og er farin að skrifa undir pósta: kveðja, Tuða Tuðadóttir." Hún segir það þó ótrúlegt hve fljótt er hægt að aðlagast því unrhverfi sem maður vinnur í. „Stundum líður mér eins ég sé að berjast við vindmyllur og er farin að skrifa undir pósta: kveðja, Tuða Tuðadóttir.“ Henni finnst gott að vinna eftir kínversku spakmæli sem er í miklu uppáhaldi hjá henni; „Besti tíminn til að gróðursetja tré var fyrir 20 árum síðan. Næstbesti tíminn er núna.“ Kristín segir að þetta sé mantran sín þegar hún verður önug yfir því að eitthvað hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Hún segir þann hugsunarhátt oft standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í pólitík og að fólk sé oft fast í þeirri hugsun að það þurfi sjálft að klippa á borðann. „Besti tíminn til að gróðursetja tré var fyrir 20 árum síðan. Næstbesti tíminn er núna.“ „Ég er alveg búin að henda burt þeim hugsunarhætti að það taki því ekki að gera eitthvað því það taki svo langan tíma að verða að veruleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.