Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 65

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 65
Hengibrúin yfir Lysefjörðinn Síðustu tvö ár hafa farið fram umfangsmiklar vindmælingar og hröðunarmælingar á brúnni yfir Lysefjörðinn í Noregi [4,5, 6, 7, 8, 9, 10, 11]. Markmiðið er meðal annars að þróa mæliaðferðir og auka skilning á hegðun hengibrúa í norskum fjörðum. Verkefnið er fjármagnað af Norsku vegagerðinni og flokkast undir undirbúningsrannsóknir fyrir ferjufrían E39 veg. Brúin yfir Lysefjörðinn tengir sveitarfélagið Forsand í Rogaland við nærliggjandi byggðir við þjóðveg 13 (sjá mynd 6). Brúin var byggð á árunum 1995 til 1997 og kostaði 150 milljónir norskra króna. Brúin er allt í allt 649 m löng en megin hafið á milli turna er 446 m. Dekkið er 2,7 m að dýpt og 12,3 m að breidd. Turnarnir eru 102 m að háir. Brúardekkið stendur u.þ.b. 50 m yfir sjó, þannig að ferjur og önnur skipaumferð kemst óhindrað inn Lysefjörðinn. Undirbúningur að mælingum á brúnni hófst 2011, en fyrstu mælitækin voru sett upp í nóvember 2013. Síðan þá hefur mælikerfið verið aukið og endurbætt nokkrum sinnum, síðast sumarið 2015. Mynd 7 gefur yfirlit yfir þá nema sem eru á brúnni og staðsetningu þeirra. A brúnni eru 6 sónískir vindhraðanemar (sonic anemometer) festir í hengikapla eða ofan á aðalkapla, sem mæla vind eftir þremur hornréttum ásum, þ.e. í meðalvindstefnu og þvert á meðalvindstefnu annars vegar lárétt og hins vegar lóðrétt. Einnig er veðurstöð í H-10, sem mælir vindstefnu, vindhraða, hita, rakastig, loftþrýsting og úrkomu. Vindhraðanemarnir eru festir í u.þ.b. 6 m hæð yfir dekkinu nema í staðsetningu H-08, þar sem vindnemar eru bæði í 6 m hæð og 10 m hæð. Inni í brúardekkinu eru átta þríása hröðunarnemar staðsettir í fjórum sniðum, tveir og tveir saman. sitthvoru megin í brúardekkinu. Að auki eru tveir hröðunarnemar efst í norðurturninum, einn í hvorri kassalaga spíru. Að auki er færslan á nriðju hafi sunnan megin, mæld með GNSS mælitækni, þar sem mæld er mismunastaðsetning á „fast punkti“ norðan megin (mynd 7, grænn punktur) og „Hreyfanlegum punkti“ á miðju hafi (mynd 7, blár punktur). Nemarnir eru tengdir með Cat5 köplum við fjórar safnstöðvar sem staðsettar eru inni í brúardekkinu og eina sem er staðsett efst í turninum. Hver safnstöð er einnig tengd við GPS nema sem gefur samræmt tímamerki fyrir mælingarnar. Safnstöðvarnar eru tengdar inn á staðarnet (LAN) í brúnni. Við staðarnetið er einnig tengd söfnunartölva sem safnar merkjum frá safnstöðvunum fimm og skráir allar rásir í gagnaskrár sem innihalda 10 mínútna gagnasafn. Gagnaskrárnar eru svo sendar í gegnum 3G-módem í gagnaþjón Háskólans í Stavanger. Meðfylgjandi myndir sýna nokkur dæmi um úrvinnslu mældra gagna í brúnni. Mynd 8 sýnir tvö dæmi um algengar vindaðstæður við Lysefjarðarbrúna. Yfirleitt er vindstefnan mjög mótuð af landslaginu í kringum brúna og stefnir vindurinn annað hvort inn eða út fjörðinn, eins og sjá má með samanburði við mynd 6. Einnig er áberandi meiri hviðustyrkur í streyminu þegar vindurinn stefnir út fjörðinn frá norðaustri. Það tengist mikilli nálægð fjalla sem valda verulegum breytileika í loftstreyminu. Eins og mynd 8 sýnir, þá er brúin aðeins skástæð á ríkjandi vindstefnur, því er vindstefnan nánast aldrei þvert á brúna. Þar með myndast sjaldan eða aldrei þær aðstæður sem Mynd 6. Brúin yfir Lysefjörðinn, myndin er tekin frá norðvestur enda brúarinnar. Innfellt kort sýnir staðsetningu brúarinnar (gul lína) og landslagið umhverfis brúna, athuga ber að norðurstefnan er samkvæmt venju upp á kortinu [6].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.