Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 499 R A N N S Ó K N hlutfallslega færri geðlæknar ósammála eða mjög ósammála þessum fullyrðingum, en heimilislæknar og sálfræðingar. Ekki var munur í afstöðu fagstétta til fullyrðinga um að hægt væri að nota hugvíkkandi sveppi á öruggan hátt í heilbrigðisþjónustu og að meðferð með þeim lofaði góðu (p≥0,10), og var hlutfall þeirra sem voru sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum á bilinu 23,1% til 34,2%. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda var sammála eða mjög sammála því að halda eigi rannsóknum áfram á áhrifum hug­ víkkandi sveppa, eða 89,5% geðlækna, 71,8% heimilislækna og 78,4% sálfræðinga. Hins vegar var afstaða gegn lögleiðingu notkunar sveppa með hugvíkkandi efnum skýr í öllum fag­ stéttum og ekki reyndist marktækur munur á afstöðu milli fagstétta samkvæmt Fisher­prófi (p>0,10). Andstaða var meiri við lögleiðingu í trúarlegum tilgangi og til eigin nota og var hlutfall svarenda sem tók skýra afstöðu gegn henni á bilinu 53,3% til 81,6%. Hlutfall þeirra sem tóku skýra afstöðu gegn lögleiðingu í meðferðartilgangi var nokkru lægra, eða á bilinu 31,6% til 42,% í fagstéttunum þremur. Meðferð með hugvíkkandi sveppum: Eðli, útfærsla og þjálfun Í töflu III má sjá svör þátttakenda við spurningum um eðli og útfærslu meðferðar með hugvíkkandi sveppum ásamt því hvar þjálfun fagaðila fyrir slíka meðferð væri best fyrir komið. Flestir svarendur töldu að ávísun hugvíkkandi sveppa í meðferðartilgangi eigi að vera í höndum geðlækna, eða á bilinu 90,4% til 97,4% svarenda í hópunum þremur. Einnig var spurt um hverjir ættu að vera viðstaddir og sinna skjólstæðingi á meðan slík meðferð er veitt. Í hópi geðlækna var algengast að hjúkrunarfræðingur væri nefndur (76,3%), síðan geðlæknir (68,4%) og svo sálfræðingur (63,2%). Svarendur úr hópi heim­ ilislækna nefndu oftast geðlækni (78,0%) en einnig hjúkrunar­ fræðing (46,3%) og sálfræðing (41,5%). Meðal sálfræðinga var geðlæknir oftast nefndur (80,2%) og svo sálfræðingur (71,2%). Tafla II. Viðhorf til hugvíkkandi sveppa í meðferð, vísindarannsóknum og til lögleiðingar þeirra. Geðlæknar (n=38) Heimilislæknar (n=41) Sálfræðingar (n=177) n % n % n % Ég er opin(n) fyrir því að nota hugvíkkandi sveppi í meðferð hjá skjólstæðingum mínum Ósammála eða mjög ósammála 16 42,1 24 60,0 126 71,6 Bæði og 12 31,6 7 17,5 28 15,9 Sammála eða mjög sammála 10 26,3 9 22,5 22 12,5 Ég myndi vilja fá þjálfun í notkun hugvíkkandi sveppa í meðferð fyrir skjólstæðinga mína Ósammála eða mjög ósammála 14 36,8 20 50,0 111 62,7 Bæði og 7 18,4 9 22,5 30 16,9 Sammála eða mjög sammála 17 44,7 11 27,5 36 20,3 Hugvíkkandi sveppi er hægt að nota á öruggan hátt þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt Ósammála eða mjög ósammála 12 31,6 17 43,6 73 42,4 Bæði og 13 34,2 13 33,3 50 29,1 Sammála eða mjög sammála 13 34,2 9 23,1 49 28,5 Notkun hugvíkkandi sveppa í meðferð geðraskana lofar góðu Ósammála eða mjög ósammála 8 21,1 13 37,1 65 37,8 Bæði og 17 44,7 12 34,3 64 37,2 Sammála eða mjög sammála 13 34,2 10 28,6 43 25,0 Halda ætti rannsóknum áfram á áhrifum hugvíkkandi sveppa við geðröskunum Ósammála eða mjög ósammála 2 5,3 2 5,1 14 8,0 Bæði og 2 5,3 9 23,1 24 13,6 Sammála eða mjög sammála 34 89,5 28 71,8 138 78,4 Notkun hugvíkkandi sveppa í trúarlegum/andlegum tilgangi ætti að vera lögleidd Ósammála eða mjög ósammála 31 81,6 28 71,8 113 65,7 Bæði og 3 7,9 5 12,8 39 22,7 Sammála eða mjög sammála 4 10,5 6 15,4 20 11,6 Notkun hugvíkkandi sveppa til eigin nota ætti að vera lögleidd Ósammála eða mjög ósammála 28 73,7 27 71,1 94 54,3 Bæði og 6 15,8 6 15,8 53 30,6 Sammála eða mjög sammála 4 10,5 4 13,2 26 15,0 Notkun hugvíkkandi sveppa í meðferðartilgangi og undir eftirliti fagaðila ætti að vera lögleidd Ósammála eða mjög ósammála 13 35,1 12 31,6 74 42,8 Bæði og 13 31,5 15 39,5 45 26,1 Sammála eða mjög sammála 11 29,7 11 28,9 54 31,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.