Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 505 S J Ú K R A T I L F E L L I O G Y F I R L I T með belg og gjörgæslan var kölluð til. Hún fékk aciclovir 180 mg i æð til að meðhöndla mögulega Herpes simplex­veirusýk­ ingu. Það vaknaði grunur um krampa þegar hún var með inn­ snúna ökkla og úlnliði og augu leituðu upp. Hún var því svæfð og barkaþrædd á staðnum. Blóðprufur sýndu hvít blóðkorn 19 x 109/L og voru kleyfkirningar 15 x 109/L, CRP mældist 104 mg/L. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi ekki bráðar breytingar. Á gjörgæsludeild var gerð mænuvökvaástunga og þrýstingur mældist mjög hár, um 40 cmH20. Mænuvökvinn var skýjað ur með hækkun á hvítum blóðkornum 347 x 106/L, þar af voru 80% kleyfkirningar. Einnig var hækkun á próteinum 1045 mg/L (viðmiðunargildi 200­500 mg/L). Blóðsykur mældist 7,8 mmól/L, glúkósagildi í mænuvökva var 3,5 mmól/L, hlutfall 0,44 (eðlilegt hlutfall 0,5­0,8).6 Hrað­PCR (FilmArray) úr mænu­ vökva var jákvætt fyrir Streptococcus pneumoniae sem seinna ræktaðist úr bæði blóði og mænuvökva. Einnig var hún með rhinoveiru í nefkoksstroki. Meðferð var haldið áfram með ceftriaxone 100 mg/kg einu sinni á sólarhring ásamt dexa­ methasone. Á gjörgæsludeild var stúlkan svæfð i tvo sólar­ hringa. Segulómun af heila sýndi ekki sjúklegar breytingar. Tveimur dögum eftir innlögn var ástand stúlkunnar batn­ andi. Hún var tekin af öndunarvél og færð yfir á Barnaspít­ ala Hrings ins. Í ljós kom að meinvaldurinn var fjöl ónæmur (ónæmi fyrir þremur sýklalyfjaflokkum) Streptococcus pneumon- iae, hjúpgerð 6C. Stúlkan útskrifaðist frá Barnaspítalanum sex dögum eft­ ir komu og lauk ceftriaxone­meðferð á sjúkrahúsi í hennar heimabæ, samtals tveggja vikna meðferð. Tæplega mánuði eftir útskrift af Barnaspítala Hringsins var hún byrjuð aftur í dag­ gæslu og albata án fylgikvilla sýkingarinnar. Umræður Á árunum 1975 til 2011 greindust 47 börn eldri en eins mánað­ ar á Íslandi með heilahimnubólgu af völdum S. pneumoniae samkvæmt gagnagrunni sýkla­ og veirufræðideildar Landspít­ ala, eða 1,6/100.000 börn á ári á meðaltali. Faraldsfræði fyrir árin 1975­2000 var lýst í grein í Læknablaðinu árið 2002.7 Við höfum því borið saman nýgengi heilahimnubólgu hjá börnum eins mánaða til átján ára árin 2001­2011 og 2012­2022, sem eru 11 ár fyrir og eftir að bólusetning gegn pneumókokkum varð hluti af barnabólusetningum á Íslandi. Frá 2001­2011 greindust 14 börn, eða 1,6/100.000 börn á meðaltali árlega. Eftir 2011 hafði fjöldi ífarandi sýkinga af völdum pneumókokka farið lækkandi og hafa 7 börn, eða 0,78/100.000 börn, að meðaltali greinst með heilahimnubólgu af völdum pneumókokka á ári frá 2011 til 2022 (mynd 1). Frá 2017 til mars 2022 voru hins vegar engin til­ felli heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum á Íslandi. Þetta er athyglisverður árangur, ekki síst þar sem eingöngu börn fædd 2011 og síðar eru bólusett. Einnig þarf að hafa í huga að nýgengi smitsjúkdóma lækkaði almennt i SARS­CoV­2 faraldrinum8 og mögulegt að þetta hafi einnig haft áhrif á ný­ gengi heilahimnubólgu.9,10 Frá mars 2022 hafa hins vegar sex börn greinst með heilahimnubólga af völdum baktería, þar af þrjú með pneumókokka, allt hjúpgerðir sem ekki eru í bóluefn­ inu. Samtals sjö tilfelli af pneumókokka­heilahimnubólgu hafa greinst síðan 2011 og öll af völdum hjúpgerða sem voru ekki í bóluefninu. Þessar breytingar á Íslandi samræmast þróun sem lýst hefur verið bæði i Evrópulöndum og Bandaríkjunum þar sem bóluefnishjúpgerðum hefur verið nánast útrýmt en aðrar hjúpgerðir hafa komið í staðinn.3­5 Tíu árum áður en bólusetn­ ing hófst voru hjúpgerðir 14, 7F og 23F algengustu meinvaldar og orsökuðu um 64% af öllum tilfellum heilahimnubólgu hjá börnum (sýkla­ og veirufræðideild Landspítala). PHiD­CV10 bóluefnið sem notað var á Íslandi innihélt allar þessar þrjár hjúpgerðir og síðan 2011 hefur engum tilfellum af heilahimnu­ bólgu sem orsakast af þessum hjúpgerðum verið lýst á Íslandi. Í staðinn er hjúpgerð 19A, sem ekki er í PHiD­CV10 bóluefn­ inu, orðin algengust með þrjú tilfelli af sjö síðustu tíu árin (mynd 2) Af hjúpgerðum á mynd 2a eru 14, 7, 23F og 6B í PHiD­CV 10. Af hjúpgerðum á mynd 2b er 19A í 13 gilda bóluefninu (PCV­13) og 19A og 22F í 15 gilda bóluefninu (PCV­15) sem síð­ an 2023 er í notkun hér á landi. Aðrar hjúpgerðir eru i hvorugu bóluefninu. Ef blóðsýkingum er bætt við hafa bólusetningarhjúpgerðir orsakað samtals 8% af ífarandi sýkingum hjá börnum síðan 2011 á móti 81% fyrir árið 2011. Af þessum er hjúpgerðin 19A meinvaldur í 36% tilfella. Mynd 1. Tilfelli heilahimnubólgu af völdum pneumókokka hjá börnum árin 2001-2022, alls 21. Fyrir bólusetningu 14, eftir bólusetningu 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.