Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 505 S J Ú K R A T I L F E L L I O G Y F I R L I T með belg og gjörgæslan var kölluð til. Hún fékk aciclovir 180 mg i æð til að meðhöndla mögulega Herpes simplex­veirusýk­ ingu. Það vaknaði grunur um krampa þegar hún var með inn­ snúna ökkla og úlnliði og augu leituðu upp. Hún var því svæfð og barkaþrædd á staðnum. Blóðprufur sýndu hvít blóðkorn 19 x 109/L og voru kleyfkirningar 15 x 109/L, CRP mældist 104 mg/L. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi ekki bráðar breytingar. Á gjörgæsludeild var gerð mænuvökvaástunga og þrýstingur mældist mjög hár, um 40 cmH20. Mænuvökvinn var skýjað ur með hækkun á hvítum blóðkornum 347 x 106/L, þar af voru 80% kleyfkirningar. Einnig var hækkun á próteinum 1045 mg/L (viðmiðunargildi 200­500 mg/L). Blóðsykur mældist 7,8 mmól/L, glúkósagildi í mænuvökva var 3,5 mmól/L, hlutfall 0,44 (eðlilegt hlutfall 0,5­0,8).6 Hrað­PCR (FilmArray) úr mænu­ vökva var jákvætt fyrir Streptococcus pneumoniae sem seinna ræktaðist úr bæði blóði og mænuvökva. Einnig var hún með rhinoveiru í nefkoksstroki. Meðferð var haldið áfram með ceftriaxone 100 mg/kg einu sinni á sólarhring ásamt dexa­ methasone. Á gjörgæsludeild var stúlkan svæfð i tvo sólar­ hringa. Segulómun af heila sýndi ekki sjúklegar breytingar. Tveimur dögum eftir innlögn var ástand stúlkunnar batn­ andi. Hún var tekin af öndunarvél og færð yfir á Barnaspít­ ala Hrings ins. Í ljós kom að meinvaldurinn var fjöl ónæmur (ónæmi fyrir þremur sýklalyfjaflokkum) Streptococcus pneumon- iae, hjúpgerð 6C. Stúlkan útskrifaðist frá Barnaspítalanum sex dögum eft­ ir komu og lauk ceftriaxone­meðferð á sjúkrahúsi í hennar heimabæ, samtals tveggja vikna meðferð. Tæplega mánuði eftir útskrift af Barnaspítala Hringsins var hún byrjuð aftur í dag­ gæslu og albata án fylgikvilla sýkingarinnar. Umræður Á árunum 1975 til 2011 greindust 47 börn eldri en eins mánað­ ar á Íslandi með heilahimnubólgu af völdum S. pneumoniae samkvæmt gagnagrunni sýkla­ og veirufræðideildar Landspít­ ala, eða 1,6/100.000 börn á ári á meðaltali. Faraldsfræði fyrir árin 1975­2000 var lýst í grein í Læknablaðinu árið 2002.7 Við höfum því borið saman nýgengi heilahimnubólgu hjá börnum eins mánaða til átján ára árin 2001­2011 og 2012­2022, sem eru 11 ár fyrir og eftir að bólusetning gegn pneumókokkum varð hluti af barnabólusetningum á Íslandi. Frá 2001­2011 greindust 14 börn, eða 1,6/100.000 börn á meðaltali árlega. Eftir 2011 hafði fjöldi ífarandi sýkinga af völdum pneumókokka farið lækkandi og hafa 7 börn, eða 0,78/100.000 börn, að meðaltali greinst með heilahimnubólgu af völdum pneumókokka á ári frá 2011 til 2022 (mynd 1). Frá 2017 til mars 2022 voru hins vegar engin til­ felli heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum á Íslandi. Þetta er athyglisverður árangur, ekki síst þar sem eingöngu börn fædd 2011 og síðar eru bólusett. Einnig þarf að hafa í huga að nýgengi smitsjúkdóma lækkaði almennt i SARS­CoV­2 faraldrinum8 og mögulegt að þetta hafi einnig haft áhrif á ný­ gengi heilahimnubólgu.9,10 Frá mars 2022 hafa hins vegar sex börn greinst með heilahimnubólga af völdum baktería, þar af þrjú með pneumókokka, allt hjúpgerðir sem ekki eru í bóluefn­ inu. Samtals sjö tilfelli af pneumókokka­heilahimnubólgu hafa greinst síðan 2011 og öll af völdum hjúpgerða sem voru ekki í bóluefninu. Þessar breytingar á Íslandi samræmast þróun sem lýst hefur verið bæði i Evrópulöndum og Bandaríkjunum þar sem bóluefnishjúpgerðum hefur verið nánast útrýmt en aðrar hjúpgerðir hafa komið í staðinn.3­5 Tíu árum áður en bólusetn­ ing hófst voru hjúpgerðir 14, 7F og 23F algengustu meinvaldar og orsökuðu um 64% af öllum tilfellum heilahimnubólgu hjá börnum (sýkla­ og veirufræðideild Landspítala). PHiD­CV10 bóluefnið sem notað var á Íslandi innihélt allar þessar þrjár hjúpgerðir og síðan 2011 hefur engum tilfellum af heilahimnu­ bólgu sem orsakast af þessum hjúpgerðum verið lýst á Íslandi. Í staðinn er hjúpgerð 19A, sem ekki er í PHiD­CV10 bóluefn­ inu, orðin algengust með þrjú tilfelli af sjö síðustu tíu árin (mynd 2) Af hjúpgerðum á mynd 2a eru 14, 7, 23F og 6B í PHiD­CV 10. Af hjúpgerðum á mynd 2b er 19A í 13 gilda bóluefninu (PCV­13) og 19A og 22F í 15 gilda bóluefninu (PCV­15) sem síð­ an 2023 er í notkun hér á landi. Aðrar hjúpgerðir eru i hvorugu bóluefninu. Ef blóðsýkingum er bætt við hafa bólusetningarhjúpgerðir orsakað samtals 8% af ífarandi sýkingum hjá börnum síðan 2011 á móti 81% fyrir árið 2011. Af þessum er hjúpgerðin 19A meinvaldur í 36% tilfella. Mynd 1. Tilfelli heilahimnubólgu af völdum pneumókokka hjá börnum árin 2001-2022, alls 21. Fyrir bólusetningu 14, eftir bólusetningu 7.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.