Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 42
526 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Ágústa Waage svæfingalæknir hefur nú gengið Kambaslóðina á enda frá Mexíkó til Kanada, 4265 kílómetra. Hún flosnaði upp úr framhaldsskóla á Íslandi, ók trukk fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníustríðinu, en lauk svo við lækna- og sérnám í Svíþjóð. Þar starfar hún og sér ekki fram á að koma heim ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Læknirinn sem gekk eftir endilöngum Bandaríkjunum „Lífið er mitt,“ er mottó Ágústu Waage fæðingasvæfingalæknis í Malmö í Svíþjóð. Hún er ævintýramanneskja, fædd á Raufarhöfn, sleit barnsskónum í Neskaupstað, eyddi unglingsárunum í Reykjavík en kláraði grunnskólann á heimavist í Hrútafirði. Nú býr hún með 19 ára dóttur sinni í Svíþjóð og hyggst ekki koma heim. „Ég er búin að búa hér meira og minna síðan 1996,“ segir Ágústa. Æskan íslensk en fullorðinsárin sænsk. „Ég verð hálfgerður unglingur þegar ég kem heim til Íslands. Sleppi jakkanum á gólfið hjá mömmu og pabba,“ segir hún og hlær. Ágústa vann þrekvirki nú í september þegar hún lauk 4265 kílómetra göngu sinni um Kambaslóðina við Kyrrahafið, Pacific Crest Trail. Hún gekk þetta í fjór­ um áföngum, fyrst með dóttur sinni en svo ein. Sérfræðingar segja þessa göngu eina þá erfiðustu sem hægt er að takast á hendur – og fætur; þó ekki hvað síst hug­ ann. „Þetta hefst með einum fæti fram fyrir hinn,“ segir Ágústa. „Og svo gerir maður þetta með gleði.“ Þær mæðgur hófu gönguna 2021. „Við vorum í þrjá mánuði saman og gengum þá um 2500 kílómetra,“ segir hún. „Svo hef ég mjatlað þessu inn, fór í mánuð í fyrra, mánuð í vor og kláraði nú í byrjun september.“ Kúvending í lífinu Örlögin gripu í taumana í lífi Ágústu þegar hún kynntist sænskum manni á Balkanskaganum rétt fyrir þrítugt. Hún flutti í kjölfarið á eftir honum til Sví­ þjóðar og var orðin 35 ára gömul þegar hún lærði læknisfræði þar. Hún tók kandídatsárið á Íslandi og fór svo aftur út. „Mér líður vel hér,“ segir hún, og hvernig hún sérhæfði sig í svæfinga­ lækningum og svo fæðingasvæfingu. „Ég vinn mest við það á háskólasjúkra­ húsinu í Malmö.“ Læknisfræðin stóð henni ekki næst. „Ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir þegar ég var krakki en fór ekki í gegnum menntaskóla. Ég var eitt ár í Mennta­ skólanum við Sund á 9. áratugnum en hætti og fór að vinna.“ Hún gat tekið stöðupróf í Svíþjóð og í kjölfarið hafið háskólagöngu. „Ég tók prófið nokkrum sinnum og var að lokum komin með svo góðar einkunnir að ég gat farið í læknisfræði hér úti. Ég var því fertug þegar ég út­ skrifaðist úr læknadeildinni í Lundi,“ segir hún og lýsir því hvernig lífið hafi umturnast um þrítugt. „Já, ég fór úr því að vera almennur verkamaður í að verða læknir. Vann í plastverksmiðju, kexverksmiðjunni Frón, fór í meirapróf rétt um tvítugt og keyrði í mörg ár hjá Reykjavíkurborg,“ segir hún og lýsir því hvernig 30% atvinnu­ leysi hafi mætt henni í Malmö þegar hún flutti til Svíþjóðar. „Það var því ekki um annað að ræða en fara í skóla. Svo fann ég að mér fannst það gaman og ég gat gert það sem ég vildi,“ segir Ágústa. Hún segir frá því hvernig trukkabíl­ stjóraárin hafi verið samofin persónu sinni í mörg ár. Hún hafi til að mynda unnið við snjómokstur í borginni en endað sem vörubílstjóri í Bosníu þegar stríðið geisaði þar á tíunda áratugnum. „Ég fór þangað og vann hjá Sam­ einuðu þjóðunum árin 1994­1996 við að keyra vörubíl.“ Hún hafi hugsað að hún hlyti að geta þetta eins og hver annar. „Þar hitti ég svo sænska manninn minn fyrrverandi.“ Ágústa segir þetta hafa verið mikla reynslu fyrir sig 27 ára gamla. „Ég hafði lítið verið erlendis, kunni lítið í pólitík og var lítið peð í stórri stofnun en þó mikilvæg í hjálparstarfi. Það var rosalega gaman. Við fórum þó nokkur frá Íslandi og þarna var fólk frá öllum heimshorn­ um,“ segir Ágústa. „Við bjuggum í Split í Króatíu, spil­ uðum biljard um helgar við ströndina en svo var keyrt til Bosníu með vistir V I Ð T A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.