Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 17
R A N N S Ó K N L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 501 Aðrir aðilar voru sjaldnar nefndir og vekur athygli að við­ vera maka, fjölskyldumeðlims eða vinar var nefnd í innan við fimmtung tilvika. Þetta er í samræmi við skoðun svarenda á því í hvernig aðstæðum meðferðin ætti helst að fara fram í, en starfsstöðvar og heilbrigðisstofnanir voru mun oftar nefndar en heimahús. Í hópi geðlækna töldu flestir að meðferðin ætti að fara fram á sérstökum meðferðarstofum fyrir slíka meðferð (63,2%), þá göngudeildum (50,0%) og innlagnargeðdeildum sjúkrahúsa (47,4%). Heimilislæknar nefndu oftast sérstakar meðferðarstofur (58,8%), göngudeildir (58,5%) og innlagnar­ deildir (48,8%) en sálfræðingar nefndu oftast sérstakar með­ ferðarstofur (72,9%), þá innlagnargeðdeildir (51,4%) og því næst göngudeildir sjúkrahúsa (38,4%). Einnig var spurt hvar þjálfun fagfólks eigi helst að fara fram til að geta veitt meðferð með hugvíkkandi sveppum. Algengast var að háskóladeildir eða háskólasjúkrahús ásamt sérstökum þjálfunarstöðum væru nefnd. Að lokum var spurt hversu líklegt væri að sálfræðimeðferð eða annar stuðningur væri mikilvægur þegar meðferð með hugvíkkandi sveppum er veitt. Eins og fram kemur í töflu III, taldi meirihluti svarenda í öllum fagstéttum að slík meðferð eða stuðningur væri mikilvægur, eða 71,1% geðlækna, 63,9% heimilislækna og 83,2% sálfræðinga. Ekki var marktækur mun­ ur í afstöðu eftir fagstéttum samkvæmt Fisher­prófi (p>0,05). Meðferð: Helstu hindranir Meirihluti svarenda í öllum fagstéttum taldi að ástæða væri til að hafa í það minnsta einhverjar áhyggjur af þeim þáttum sem spurt var um ef hugvíkkandi sveppir væru notaðir í með­ ferðartilgangi hér á landi (mynd 2). Minnstar voru áhyggjur fagaðila af kostnaði við notkunina en 35,1% geðlækna, 36,1% heimilislækna og 29,2% sálfræðinga töldu að kostnaður við slíka meðferð væri ekki sérstakt áhyggjuefni. Skortur á fag­ aðilum til að veita meðferðina er helsta áhyggjuefnið í öllum fagstéttum og töldu 71,1% geðlækna, 66,7% heimilislækna og 87,1% sálfræðinga það vera mikið eða mjög mikið áhyggjuefni. Öryggi skjólstæðinga, bæði á meðan áhrifin vara og eftir að þau hafa dvínað, er áhyggjuefni á meðal fagaðila. Athygli vek­ ur að hugsanleg misnotkun hugvíkkandi sveppa er á meðal þess sem fagaðilar telja að áhyggjur þurfi að hafa af og það sama má segja um fíkn og ávana. Mótandi þættir og öflun frekari þekkingar Þátttakendur voru spurðir hvað þeir teldu að helst hafi mót­ að eða haft áhrif á hugmyndir þeirra um hugvíkkandi efni í tengslum við meðferð í sínu fagi og hvað, ef eitthvað, þeir myndu helst vilja kynna sér varðandi notkun þeirra í meðferð. Niðurstöðurnar eru birtar í mynd 3 í vefútgáfu greinarinnar á laeknabladid.is. Flestir geðlæknar sögðu að lestur fræðigreina hefði mót­ að mest skoðanir þeirra og viðhorf til hugvíkkandi efna, eða 78,9%, en samræður við fagaðila eða samstarfsfélaga (55,3%) og formleg þjálfun og menntun (38,9%) voru líka nefndir sem mótandi þættir. Í hópi heimilislækna voru umræður í fjölmiðlun oftast nefndar (46,3%), samræður við fagaðila eða samstarfsfélaga (39,0%) og lestur fræðigreina (36,6%). Á meðal sálfræðinga, voru helstu mótunarþættir samræður við fagað­ ila og samstarfsfélaga (71,2%), þá lestur fræðigreina (52,5%) og svo umræður í fjölmiðlum (48,6%). Aðrir mótunarþættir voru sjaldnar nefndir. Athygli vekur að formleg þjálfun og menntun, ráðstefnur og vinnustofur, eru ekki á meðal helstu mótunarþátta, nema hjá geðlæknum. Þegar spurt var um hvað áhugaverðast væri að kynna sér frekar varðandi notkun efn­ anna í meðferð, var mögulegur ávinningur af slíkri meðferð oftast nefnt, og hverjum slík meðferð henti best þar á eftir, í öllum faghópunum þremur. Umræða Um helmingur geðlækna hafði fengið spurningar um meðferð með hugvíkkandi efnum í sínu starfi en sjaldgæfara var að heimilislæknar og sálfræðingar hefðu verið spurðir út í það. Búast má við auknum áhuga fólks á meðferð af þessu tagi í kjölfar aukinnar umræðu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum um áhrif hugvíkkandi efna á geðheilsu fólks. Það er því mikil­ vægt að fagaðilar sem sinna geðheilbrigði hafi góða þekkingu á virkni, mögulegum aukaverkunum og langtímaafleiðingum notkunar efnanna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þekking geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga sé meiri á efnum sem hafa verið áberandi í fjölmiðlaumræðu á undan­ förnum misserum, svo sem psilocýbíni, LSD, MDMA og keta­ míni, en öðrum efnum sem spurt var um og voru fleiri í hópi geðlækna sem töldu sig þekkja til þessara efna en úr röðum heimilislækna og sálfræðinga. Meirihluti svarenda taldi sig þó hafa annaðhvort enga, mjög litla eða litla þekkingu á öllum þeim efnum sem spurt var um, og því er ótvírætt þörf á að efla fræðslu og kennslu um þau meðal heilbrigðisstétta. Minnihluti fagaðila í hópunum gaf jákvætt svar við því að fá þjálfun í notkun hugvíkkandi sveppa, og að hægt væri að nota þá í meðferð með öruggum hætti og góðum árangri. Mjög fáir töldu að lögleiða ætti slíka notkun sveppa hér á landi á þessu stigi, þó yfirgnæfandi meirihluti í öllum hóp­ um teldi að halda ætti vísindarannsóknum á þessu sviði áfram. Erlendar rannsóknir sýna að afstaða fagaðila er al­ mennt neikvæð til notkunar hugvíkkandi efna í meðferðartil­ gangi, meðal annars vegna skorts á þekkingu og fræðslu, en áhugi er á áframhaldandi rannsóknum.9­13 Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því í samræmi við þetta. Vandað­ ar árangursrannsóknir eru enn fáar á þessu sviði.14­17 Því má segja að varfærni sem kemur fram í afstöðu fagaðila í þessari rannsókn, sé bæði skiljanleg og skynsamleg. Jákvæðni í garð áframhaldandi vísindarannsókna bendir til þess að geðlækn­ ar, heimilislæknar og sálfræðingar hafi áhuga á að sjá hvaða árangri sé hægt að ná í meðferð með hugvíkkandi efnum og vilji því halda þeim meðferðarmöguleika opnum, ef vel geng­ ur og hljóti slík meðferð markaðsleyfi í Bandaríkjunum og Evrópu, en ekki sé tímabært að bjóða upp á slíka meðferð enn sem komið er. Niðurstöðurnar gefa gagnlegar upplýsingar um hvaða hug­ myndir fagaðilar hafa um hvernig fyrirkomulagi þjálfunar og þjónustu væri best fyrir komið ef meðferð með hugvíkkandi efnum væri veitt. Flestir töldu að geðlæknar ættu að ávísa slíkri meðferð og að vera viðstaddir á meðan efnið er tekið inn og áhrifin ganga yfir en hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.