Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 50

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 50
534 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 B R É F T I L B L A Ð S I N S F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu­ sambandsins (ECDC) deyja að minnsta kosti 35.000 manns af völdum sýkla­ lyfjaónæmra sýkinga í ESB/EES árlega.1 Óskynsamleg notkun sýklalyfja, óhófleg notkun eða rangt val á lyfjum, getur stuðlað að ónæmi baktería. Greiningar á vissum ónæmum bakteríum, svo sem ESBL­myndandi E. coli, hafa aukist hér­ lendis síðustu ár en á Íslandi er samt lágt hlutfall ónæmis miðað við Evrópulönd.2 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf út að­ gerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi árið 2015 og það sama gerði ECDC árið 2017.3,4 COVID­19 faraldurinn árin 2020 til 2022 setti þó strik í reikninginn og athygli al­ þjóðastofnana beindist að heimsfaraldr­ inum meðan önnur verkefni biðu. Nú beinast sjónir manna að sýkla­ lyfjaónæmi á ný. Ráð ESB samþykkti á þessu ári tilmæli sem eiga að efla að­ gerðir gegn sýklalyfjaónæmi, og stuðla Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis Vitundarvakning: Aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi innanlands og utan að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Innan ramma EU4Health mun ESB veita fjármagni til evrópskra samstarfsverkefna til að styrkja vinnu í þessum málaflokki, til dæmis með landsaðgerðaáætlunum, samræmdri vöktun og fræðslu. Ísland er meðal 30 Evrópulanda sem eru aðilar að EU­JAMRAI 2 verkefninu (European Joint Action on Antimicrobial Resistance and Healthcare Associated Infections­2) sem hefst 2024. Fyrir tæpu ári var skipaður starfshóp­ ur um aðgerðaáætlun fyrir Ísland í sam­ starfi þriggja ráðuneyta. Starfshópurinn hefur það hlutverk að móta framtíðarsýn til tíu ára og aðgerða­ og framkvæmda­ áætlun til næstu fimm ára, auk þess að vinna að vitundarvakningu í samfé­ laginu. Heildarsala sýklalyfja árið 2022 var svipuð og árið 2019. Salan náði hámarki árið 2017, en dróst svo saman, sérstak­ lega árin 2020 og 2021. COVID­19 far­ aldurinn hafði þau áhrif að draga úr tíðni annarra sýkinga og notkun sýkla­ lyfja. Nú virðist staðan orðin svipuð og fyrir faraldurinn. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er meiri en á hinum Norð­ urlöndunum (sjá mynd) en þau vinna þegar eftir landsaðgerðaáætlunum gegn sýklalyfjaónæmi. Þá eru ávísanir á tetracýklín­sýklalyf hérlendis sérstaklega margar í evrópskum samanburði.2 Miklu máli skiptir að vanda val á sýklalyfjum við meðhöndlun sýkinga og nota sem þröngvirkust sýklalyf. Hins vegar hefur skortur á sýklalyfjum, sér­ staklega þröngvirkum penicillínum, verið tilfinnanlegur. Lyfjaskortur er al­ þjóðlegt vandamál og tekur Lyfjastofnun þátt í norrænu og evrópsku samstarfi til að bregðast við því. Framkvæmdastjórn ESB, samtök forstjóra Lyfjastofnana á EES­svæði og Lyfjastofnun Evrópu gáfu nýlega út ráðleggingar til að sporna við skorti á nauðsynlegum sýklalyfjum veturinn 2023­2024.2 Einungis með sam­ stilltu átaki lækna, stofnana og stjórn­ valda næst árangur gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Notkun sýklalyfja (J01) utan sjúkrahúsa á Norðurlöndunum árin 2012-2021 samkvæmt ESAC-Net, mæld sem dagsskammtar (DDD) á 1000 einstaklinga á dag.2 Heimildir 1. European Centre for Disease Prevention and Control. Assessing the health burden of infections with antibiot­ ic­resistant bacteria in the EU/EEA, 2016­2020. ECDC, Stokkhólmi 2022. 2. Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería hjá mönn­ um og dýrum á Íslandi 2022. Skýrsla unnin í samstarfi við Lyfjastofnun, Landspítala og Matvælastofnun. Ritstj.: Halldórsdóttir AM. island.is/syklalyfjaanaemi­ og­syklalyfjanotkun/skyrslur ­ september 2023. 3. Global Action Plan on Antimicrobial Resistance. I. World Health Organization 2015. who.int/ publications/i/item/9789241509763 ­ október 2023. 4. A European One Health Action Plan against Antimicrobial Resistance (AMR). European Commission 2017. health.ec.europa.eu/system/ files/2020­01/amr_2017_action­plan_0.pdf ­ október 2023.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.