Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 47

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 531 aðeins fyrir ein umfangsmikil en aft­ urskyggn rannsókn frá Hvammstanga­ héraði eftir Helga Valdimarsson og félaga, birt í Læknablaðinu 1969, um eðli og umfang starfa héraðslækna.4 Nokkr­ ar aðrar rannsóknir voru í úrvinnslu, gerðar með stuðningi eða vitneskju Ólafs Ólafssonar landlæknis.5­8 Nú skyldi þjónusta utan spítala efld og þá vant­ aði meiri upplýsingar fyrir raunhæfa stefnumótun og áætlanagerð fyrir hinar nýju heilsugæslustöðvar. Af þeim sökum gekkst landlæknir fyrir ,,fyrstu meirihátt- ar rannsókn á heilsugæslu utan sjúkrahúsa á Íslandi‘‘8 með því að fá 40 heilsugæslu­ lækna og samstarfsfólk þeirra í lið með sér að skrá öll samskipti þeirra við íbú­ ana í sjö daga 16.­22. september 1974 á þar til gerðan samskiptaseðil.8 Einn þessara lækna var Guðmundur og þarna var hann kominn í hóp nokkurra áhuga­ samra manna, með Ólaf landlækni í fararbroddi, um bætta skráningu í heil­ brigðiskerfinu og hugsanlega rafrænnar tækni í því skyni. Þó að mikilsverðar upplýsingar fengjust með þessari rannsókn ,,…undir­ strikaði hún fyrst og fremst nauðsyn áframhaldandi rannsókna‘‘ eins og og Ólafur skrifaði í formála rannsóknar­ skýrslunnar.8 Guðmundur og Þorsteinn rituðu í greinargerð þeirra 1973 vegna læknamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, sem þá var í byggingu: Undirbúa þarf og byggja upp spjald­ skrár­ og skjalavörslukerfi, sem hentar fyrir ævilanga heilsugæslu hvers einstak­ lings … Ýmsar virðingarverðar tilraunir í þessa átt hafa verið gerðar. Engin tekist … enda verkefnið ofvaxið hart keyrðum héraðs­ og heimilislæknum þó svo það verði ekki unnið prímert af öðrum.9 Vandaliðuð sjúkraskrá – öguð og rökföst vinnubrögð Þarna gætir þess áhuga sem hratt af stað Egilsstaðarannsókninni sem nánar verð­ ur fjallað um síðar. Þegar eldmóður er til staðar komast menn langt þótt hart keyrðir séu. Ófullkomnar sjúkraskrár og illa skipu lagðar voru síður en svo séríslenskt einkenni og umræður og skrif um þetta vandamál, einkum á sjúkrahúsum, voru þegar hafin á alþjóðavísu, ekki síst í Bandaríkjunum.1,10­12 Einn helsti frumkvöðull að bættum sjúkraskrám var bandaríski læknirinn Lawrence L. Weed (1923­2017), á göngu­ deild Cleveland Metropolitan General Hospital.1,10 Hann var einnig talsmaður rafrænna sjúkraskráa. Weed kynnti hug­ tökin vandaliðun (Problem orientation) og vandaliðuð sjúkraskrá (Problem ori- ented medical record, POMR).1 Lærisveinar hans, Bjorn og Gross, reyndu síðan þessa skráningaraðferð í heilsugæslu tengdri sjúkrahúsi.13 Grunnstef þessa kerfis er að fylgja ákveðnum bókhaldsreglum. Þegar um fleiri en eitt valdamál eða eina sjúkdóms­ greiningu var að ræða í sömu læknis­ heimsókn skyldi fara saman í skráningu hverrar sjúkdómsgreiningar það sem henni tengdist, svo sem lyfjaávísun og/eða aðrar úrlausnir. Sama var gert með næstu greiningu eða vandamál og þannig koll af kolli, en ekki skráð í belg og biðu eins og tíðkaðist. Dæmin sem kynnt voru í læknatímaritum miðuðust við umbætur á sjúkraskrám sjúkrahúsa.1 Ekkert var þó til fyrirstöðu að aðlaga slíkt kerfi skráningu á heilsugæslustöðv­ um. Kjartan Árnason læknir á Höfn kynnti fyrstur POMR fyrir Guðmundi9 sem kastaði sér út í það verkefni af mikl­ um móð að bæta skráninguna.14 Kröfur til sjúkraskrár í heilsugæslu voru settar fram.1,9,14 Sjúkraskráin átti meðal annars að gera lækninum kleift að Svona litu sjúkraskrárgeymslur flestra sjúkrastofnana út á árum áður. Ólafur Ólafsson, landlæknir, Þorsteinn Sigurðsson og Guðmundur Sigurðsson. Myndina tók Stefán Þórarinsson árið 1994 á 20 ára afmælishátíð Heilsugæslunnar á Egilsstöðum. A Ð S E N T E F N I

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.